Morgunblaðið - 19.05.2018, Side 37

Morgunblaðið - 19.05.2018, Side 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Þegar saga Siglu- fjarðar er skoðuð kemur eðlilega upp í hugann sjálft síldarævintýrið í nyrsta kaupstað lands- ins. Um það ævintýri hefur verið mikið ritað á liðnum áratugum. Áhrif síldarsöltunar á Siglu- firði voru gífurlega mik- il, hún hafði mikil áhrif á allt atvinnulíf þjóð- arinnar um langan tíma. Oft er það nefnt að ekki hafi verið hægt að loka fjárlögum íslenska ríkisins á Alþingi fyrr en rekstrarniðurstaða Síldarverk- smiðja ríkisins lá fyrir. Á mynd einni, sem var tekin á Siglufirði á síldarár- unum, má sjá 427 síldarbáta í landlegu. Einstakt tákn um blómlegt atvinnulíf sem hafði einnig í för með sér sterkt fé- lags- og menningarlíf á staðnum. Lífið á Siglufirði á síldarárunum var einstakt, ekki aðeins atvinnulífið heldur mannlífið allt. Segja má að sérstök menning hafi skapast, mótuð af Sigl- firðingum sjálfum og af fólki frá öðrum norrænum þjóðum. Síðan hvarf síldin og erfiðir tímar fóru í hönd. Hægt og bítandi unnu Sigl- firðingar sig út úr þeirri kreppu. Skut- togarar tóku að sigla inn í „Þormóðs ramma fagra fjörð.“ Atvinnulífið styrktist á ný, skref fyrir skref. Segja má að stundaskil hafi orðið þegar Héð- insfjarðargöngin voru tekin í notkun í október 2010. Með tilkomu ganganna opnuðust nýjar leiðir til uppbyggingar á öflugu atvinnulífi á Siglufirði. Það er á engan hallað þegar Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson athafnamaður er nefndur í því sambandi og hin miklu áhrif hans þar á stað. Siglufjörður hefur á undanförnum árum fengið á sig nýja ásýnd. Er orð- inn að einum snyrtilegasta og falleg- asta stað landsins okkar góða með allri sinni náttúrufegurð. Þar blómstrar gott mannlíf og saga liðinna tíma er í heiðri höfð. Merki um það eru m.a. Síldarminjasafnið, sem hefur hlotið innlend og erlend verðlaun, þar á með- al Evrópsku safnverðlaunin á árinu 2004 á sviði iðnaðar og tækni, og Þjóð- lagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds. Þegar fjallað er um Siglufjörð kem- ur eðlilega strax upp í hugann nafn séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar. Auk þess að þjóna sem sóknarprestur Siglufjarðarprestakalls, sem áður var nefnt Hvanneyrarprestakall, í ein 47 ár, vann hann mik- ið starf fyrir Siglufjörð, staðinn sem hann unni svo mjög. Hann var kjörinn odd- viti í hreppsnefnd og síðar í bæjarstjórn. Við fyrstu kosningu í bæjarstjórn í júní 1919, árið eftir að Siglufjörður fékk kaup- staðarréttindi, komu fram tveir listar: A-listi studd- ur af kaupmönnum og útgerðar- mönnum og B-listi studdur af verka- mönnum. Séra Bjarni var á báðum listum og fékk 136 og hálft atkvæði. Sá sem næstur kom af frambjóðendum fékk 70 atkvæði. Séra Bjarni vann að mörgum fram- faramálum í bæjarfélaginu. Má þar m.a. nefna vatnsveitu, rafveitu, bygg- ingu nýrrar kirkju og skóla. Hann er höfundur aðalskipulags Siglufjarðar- kaupstaðar. Þekkt er hve „beinar og hornréttar“ götur eru á Siglufirði. Skipulagsfræðingar eru á því að skipu- lagið hafið verið og sé enn þann dag í dag með því besta sem þekkist hér á landi. Séra Bjarni var einn af forvíg- ismönnum Sparisjóðs Siglufjarðar sem var um langan tíma elsta peninga- stofnun landsins. Siglfirðingar kunnu vel að meta starf hans að bæjarmálum en vænst þótti séra Bjarna um þegar bæjarstjórnin gerði hann að fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar. Í bréfi bæjarstjórn- arinnar til séra Bjarna 14. október 1936 segir m.a.: „Um mörg ár hafið þér stað- ið fast í fylkingarbrjósti um framfara- mál byggðar vorrar og stjórnað málum hennar, og yður, meir en nokkrum ein- um manni öðrum, er að þakka að Siglu- fjörður fékk bæjarréttindi með lögum nr. 30/1918. Yður ber því með réttu heiðursnafnið conditor urbis – höf- undur Siglufjarðar – og viljum vér því veita yður heiðursvott þann sem vér dýrstum ráðum yfir, með því að kjósa yður heiðursborgara bæjarfélags vors.“ Síðar var séra Bjarni heiðraður á margan hátt. Var gerður að heiðurs- prófessor og doktor við Háskóla Ís- lands. Einnig hlaut séra Bjarni ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu. Með þeirri viðurkenningu var honum þakkað fyrir framlag sitt til tónlistar þjóðarinnar. Þar má nefna m.a. Þjóð- lagasafn hans, sem fyrrverandi kennari minn við Kennaraskóla Íslands, Jón Ásgeirsson tónskáld, segir að sé merk- asta rit íslenskrar tónlistarsögu. Hér má bæta við Hátíðasöngvum hans, sem kirkjan nefnir Hátíðalitúrgíu og er sungin í kirkjum landsins á stórhátíð- um. Ekki þarf að geta þess að séra Bjarni samdi auk þess fjöldamörg sönglög, sem hafa lifað með þjóðinni, eins og Kirkjuhvol og Sólsetursljóð svo einhver séu nefnd. Hátíðarræðu sinni 20. maí 1918, fyrir hundrað árum, lauk séra Bjarni með þessum orðum: „Og svo vil ég að lokum biðja alla að hrópa nífalt húrra fyrir Siglufirði, bæði kauptúninu, sveit og fólki. Látum hnjúkana hér í kring, sem eru óbreyttir eins og 1818 og hafa stað- ið vörð kringum fjörðinn okkar þessi hundruð ár – og miklu lengur – látum þá bergmála okkar nífalda húrra á þessum merkisdegi. Við berum fram innilega ósk og von um það, að himna- faðirinn blessi Siglufjörð á komandi tíð, alla þessa sveit og alla íbúa hennar. Blessist og blómgist Siglufjörður á komandi öld. Hann lifi!“ Við þessi tímamót tökum við, sem viljum vegsemd Siglufjarðar sem mesta, heilshugar undir orð séra Bjarna Þorsteinssonar, fyrsta heið- ursborgara Siglufjarðar. Eftir Vigfús Þór Árnason » Siglufjörður hefur á undanförnum árum fengið á sig nýja ásýnd og er orðinn að einum snyrtilegasta og falleg- asta stað landsins. Vigfús Þór Árnason Höfundur er fv. sóknarprestur og bæjarfulltrúi á Siglufirði. Séra Bjarni Þorsteinsson Hundrað ára kaupstaðar- afmæli Siglufjarðar Umræðan um lausn á húsnæðisvandanum í Reykjavík hefur mest- megnis snúist um framboð: Það vantar meira af húsnæði. En það er ekki nóg að byggja bara meira. Það þarf að huga að því hverskonar húsnæði við byggjum og á hvaða forsendum. Ástandið á húsnæðismarkaðnum minnir okkur nefnilega óþyrmilega á að markaðurinn, með sína ósýnilegu hönd og brauðmola, er ekki óskeikull. Ástæða þess að leigufélög hækka leigu um tugi prósenta, og ástæða þess að allt of mikið er byggt af stórum og dýrum íbúðum er að fjár- festar gera kröfu um hámarks- arðsemi. Og þó að það kunni að vera réttmæt krafa á hlutabréfamarkaði er ekki réttmætt að sú krafa sé gerð á grunnþarfir fólks. Rót núverandi ófremdarástands Það er ekkert náttúrulögmál að leigjendur standi frammi fyrir því að samþykkja tugprósenta hækkun á leigu eða lenda ella á götunni. Það er ekki heldur neitt náttúrulögmál að ungt barnafólk sjái varla fyrir sér að það geti komið sér upp þaki yfir höf- uðið. Ástandið var ekki heldur þannig lengst af síðustu öld. Ástæðan var sú að í Reykjavík var öflugt húsnæð- iskerfi sem starfaði ekki á forsendum fjármagnseigenda. Hér var öflugt fé- lagslegt húsnæðiskerfi, húsnæðis- samvinnufélög og sterkt verka- mannabústaðakerfi sem tryggðu fólki aðgang að fjölbreyttu húsnæði á við- ráðanlegum kjörum. Félagslegt leiguhúsnæði og leigu- félög sem ekki eru rekin með hagn- aðarsjónarmiði tryggja leigjendum þak yfir höfuðið á sanngjörnu verði og setja pressu á almenna leigumark- aðinn. Tekjulágt fólk gat keypt sig inn í verkamannabústaðakerfið þar sem fólki bauðst húsnæði til eignar á við- ráðanlegum kjörum. Fólki bauðst hús- næði sem var ekki byggt með það að markmiði að hámarka arð af fjárfestingunni. Þetta kerfi var svo lagt niður á tíunda ára- tugnum og eftir alda- mót. Endurreisum verka- mannabústaðakerfið Eitt mikilvægasta skrefið sem við getum stigið til þess að skapa húsnæðiskerfi sem þjón- ar fólki en ekki fjár- magni er að borgin taki höndum saman með verkalýðshreyf- ingunni um að endurreisa verka- mannabústaðakerfið í nýrri mynd. Samhent átak verkalýðshreyfing- arinnar og stjórnvalda hefur áður leyst brýnan húsnæðisvanda borg- arbúa. Á árunum eftir fyrri heims- styrjöld voru reistir verkamannabú- staðir til að leysa úr gríðarlegum húsnæðisskorti í Reykjavík, og á sjö- unda áratugnum tóku ríki, Reykja- víkurborg og verkalýðshreyfingin höndum saman um að útrýma braggahverfum með byggingu Breið- holtsins. Fyrirmyndirnar eru því til staðar. Við þurfum hvorki að finna upp hjólið né þurfum við að sætta okkur við að venjulegt vinnandi fólk sé kramið undir tannhjólum markaðar- ins á óbreyttum húsnæðismarkaði. Við eigum að fara þær leiðir sem hafa virkað í gegnum tíðina og vinna með verkalýðshreyfingunni að því að byggja húsnæði fyrir fólk en ekki fjármagn. Húsnæðiskerfi fyrir fólk, ekki fjármagn Eftir Líf Magneudóttur Líf Magneudóttir »Eitt mikilvægasta skrefið sem við get- um stigið ... er að borgin taki höndum saman með verkalýðshreyfingunni um að endurreisa verka- mannabústaðakerfið í nýrri mynd. Höfundur er oddviti Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs í borgarstjórnarkosningunum. Reykjavíkurborg hefur lengi látið við það sitja að þrífa göt- ur og gangstéttar að- eins tvisvar á ári, þrátt fyrir mikla og viðvarandi svif- ryksmengun, sem stundum fer skv. mælingum langt upp fyrir heilsuvernd- armörk. Svo þegar svo verst lætur er gripið til þess ráðs að líma óþverrann niður í stað þess að fjarlægja hann, rétt eins og geyma eigi hann til síðari óþrifnaðar þegar um líminguna losnar. Borgarbúar finna það á eigin skinni, hvar sem þeir búa, hversu slæmt ástandið er. Þeir þurfa nær daglega að ryksuga vistarverur sínar, skúra og þurrka af, enda berst rykið jafnóðum inn aftur. Þetta ástand er heilsuspill- andi, enda liggur rykið stöðugt í önd- unarfærunum og veldur þar tjóni á lengri tíma. Þá þarf mun oftar en ella að þrífa rúður húsanna að utan og stéttar að ógleymdum bílunum, sem alltaf eru með þykku ryklagi auk þess sem mun oftar þarf að skipta um loftsíur og fleira. Þetta er borgarstjóra og meirihluta borg- arstjórnar til háborinnar skammar. Rétt er að spyrja borg- arstjóra, hvort á hans heimili sé aðeins ryksug- að tvisvar á ári en óhreinindum þess á milli sópað undir teppið? Borgarstjórinn þarf að axla ábyrgð á óþrifnaðinum með því að biðja borg- arbúa afsökunar á þessari framkomu. Kjósendur þurfa að hafa þessa fram- komu hugfasta í kjörklefanum. Óþrif í boði borgarstjóra Eftir Björn Ólaf Hallgrímsson » Vilja kjósendur áframhaldandi óþrifnað í borginni? Höfundur er lögmaður. Björn Ólafur Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.