Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 að til síðast þegar ég hitti hann þegar ég fékk að heyra: „Ekki vera með símann við matarborð- ið.“ Þannig var afi alveg frá fyrstu stundu og þangað til ég kvaddi hann í síðasta skipti. Það sem var eflaust fyrst um sinn hræðsla við gamla manninn þróaðist hægt og rólega í ómælanlega virðingu sem ég hafði fyrir þeim manni sem hann hafði að geyma. Á bak við al- vörugefna manninn var ljúfur og góður maður. Afi var handlaginn og elskaði að smíða hluti. Hann safnaði ýmsu mögnuðu tréverki og þannig man ég sérstaklega eftir taflmönnun- um hans sem voru engir venjuleg- ir taflmenn heldur listaverk úr viði, ég elskaði að leika mér með þá þegar ég var lítill og tefla þegar litli bróðir minn nennti að tefla við mig. Í íbúðinni minni finnast ýms- ir viðargripir sem afi hafði smíðað, lítill leikfangabíll og fugl en mest þykir mér þó vænt um lampann sem hann smíðaði. „Ljóta“ lamp- ann sem ekkert af börnunum hans vildi taka við, en ég gerði glaðfús- lega enda fannst mér lampinn mjög flottur. En mest þykir mér þó vænt um persónulegt gildi lampans, enda var afi mjög glaður að ég vildi taka við lampanum og er það minning sem ég mun halda þétt að mér um aldur og ævi! Einn af mörgum erfiðleikum sem ég þurfti að glíma við, við að vera heyrnarskertur, er þegar heyrnin hjá afa byrjaði að dala líka. Samræðurnar síðustu ár voru erfiðari fyrir okkur báða, en afi átti alltaf góða sögu að segja og líkaði honum sérstaklega að tala við Jenný eiginkonu mína en ég held að hann hafi verið stoltastur af því afreki mínu að hafa náð mér í svona myndarlega konu. Ég get ímyndað mér að hann hafi talið að fyrst ég gat það þá færi ég leik- andi í gegnum restina af lífinu og þær áskoranir sem það hefur að bjóða. Ég er mjög þakklátur fyrir samfylgdina, elsku afi minn, og þá fyrirmynd sem þú hefur gefið mér og hvernig maður ég vil vera. Að lokum vil ég rifja upp þá sterkustu minningu mína sem ég hef af afa og það er hversu barngóður hann var, það situr alltaf fast í mér, hvort sem það var Magnús, Ágúst, Sandra, Bjarki, Ívar, Sara eða Anton. Þá sat afi með þeim og fór með puttavísuna skemmtilegu og er ég ekki frá því að ég muni sjálf- ur eftir mér í fanginu á honum þegar hann raulaði og taldi á putt- unum mínum: Þumalputti: þessi datt í sjóinn Vísifingur: þessi dró hann upp Langatöng: þessi bar hann heim Baugfingur: þessi horfði á og litliputti spillimann kjaftaði öllu frá. William Thomas. Í dag kveð ég góðan vin minn Helga Magnússon eða Helga Magg eins og hann var oftast kall- aður. Þó að á annan tug skildi okk- ur að í árum upplifði ég aldrei kyn- slóðabil í vináttu okkar enda var það svo að þegar ég slasaðist illa í árslok 2015 var það Helgi sem var mættur heim löngu fyrir dögun að moka snjó af gangveginum heima, kominn á níræðisaldur, maðurinn. Helgi var traustur vinur og af- bragðs smiður en þegar ljóst var í hvað stefndi og að jarðvist hans mundi senn ljúka hafði hann orð á því að það hefði nú verið gott að við höfðum náð að klára kindakof- ann en þar áttum við margar góð- ar stundir, vinirnir. Ég vil þakka Helga fyrir dýr- mæta vináttu í gegnum árin og sendi Unni, börnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Guðjón á Látrum. Með nokkrum orðum kveð ég æskuvin minn Helga Magnússon frá Vesturhúsum í Vestmannaeyj- um en hann átti þar til merkra manna ættir að rekja. Hann var sonur hjónanna Kristínar Ás- mundsdóttur frá Seyðisfirði en faðir hennar var þar þekktur sjó- maður og einn af brautryðjendum vélbátaútgerðar, og Magnúsar Magnússonar smiðs, sem var son- ur hjónanna Jórunnar Hannes- dóttur lóðs á Miðhúsum og Magn- úsar Guðmundssonar á Vesturhúsum, sem var forgöngu- maður línuveiða í Eyjum, sem stórjók afla og afkomu fólks og út- gerðar. Vesturhús voru umsvifa- mikið heimili útvegsmanns, þaðan var veiði lunda, flugfýls og fisks, og var iðulega dreift mat til þeirra sem minna áttu og þurrabúðar- fólks sem ekki átti tilkall til nytja í úteyjum. Á þannig heimili og and- rými ólst Helgi upp og varð ungur góður veiðimaður í leigumála Áls- eyjarjarða og Vesturhúsa. Við Helgi höfum verið nánir vinir allt frá 5 ára aldri en ég man eins og það hafi gerst í gær hve- nær og hvar við Helgi hittumst fyrst. Það var á hólnum austan við Búastaði, þar sem föðursystir mín, Lovísa frænka, bjó með sex börn- um sínum, og við vorum að bera út Fylki. Allan barnaskóla og gagn- fræðaskóla sátum við saman og vorum sem bestu bræður. Skóla- systkini frá þessum árum voru okkur mjög kær. Með árunum hefur fækkað í hópnum og margir hafa farið yfir móðuna miklu sem bíður okkar allra. Lundaveiðar, eggjataka og klif- ur voru aðaláhugamál okkar Helga og jafnaldra í Vestmanna- eyjum enda aldir upp við það frá barnæsku. Höfnin, tíðar heim- sóknir íslenskra og erlendra skipa fóru ekki fram hjá okkur. Helgi og ég fórum saman í úteyjar til lunda- veiða og eggjatöku snemma á vor- in, en Helgi var Álseyingur og gjörþekkti þá eyju en ég Bjarna- reyingur. Þannig liðu dagarnir einn af öðrum. Helgi hafði áhuga á sjómennsku, en móðir hans og amma töldu að góður smiður og handverksmaður væri öruggari í lífsbaráttu þeirra tíma, en þess má geta að margir mestu fiskimenn Vestmannaeyja á fyrri hluta 20. aldar voru af Vesturhúsaætt. Helgi valdi hið skapandi starf trésmíða og varð mjög farsæll í þeim störfum, vandvirkur og afkastamikill. Hann varð því eft- irsóttur og hefði getað skapað sér starfsvettvang hvar sem var, en trúr sinni heimabyggð haslaði hann sér völl í Vestmannaeyjum og stóð fyrir byggingu húsa sem bera vandvirkni hans og sam- viskusemi fagurt vitni. Er í minn- um haft innan fjölskyldunnar er Helgi sá um að klæða íbúðarhúsið að Hrafnabjörgum í Arnarfirði, æskuheimili Aniku eiginkonu minnar. Eftir gagnfræðaskóla skildu leiðir, Helgi fór í iðnskólann í Eyj- um og valdi smíðar en ég fór í menntaskóla og síðan til sjóliðs- foringjanáms í Kaupmannahöfn. Ávallt héldum við þó sambandi með bréfaskriftum. Þegar við hjónin fluttum heim til Eyja urðu Helgi og Unnur okkar nánasta vinafólk. Eftir að við fluttum í bæ- inn eftir eldgosið 1973 héldum við sem fyrr sambandi og ávallt komu þau í heimsókn til okkar hjóna er þau dvöldu í Reykjavík. Áttum við margar góðar samverustundir. Við Anika og fjölskyldan öll sendum Unni og fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ljúft og gott er að láta hugann reika til baka og rifja upp minn- ingar og samveru við fráfall góðra samferðarmanna. Helgi Magnússon var einn besti smiður sem ég hef unnið með og fljótur að sjá lausnir á hverju máli. Það var því gott fyrir okkur strák- anna í h/f Smið að hafa Helga með í liði. Hann rak okkur áfram, en var samt mjög skemmtilegur vinnufélagi. Hann var Týrari, sjálfstæðis- maður – já, hvort hann var. Einnig var hann Álseyingur og veiddi lunda á hverju sumri meðan sú íþrótt var og hét. Vinskapur okkar hélst alltaf þótt við værum hvor hjá sínum vinnuveitandanum og svo kom Gosið. Helgi byggði þá íbúðir í Reykjavík með félögum sínum. En hann kom heim aftur og vann við að klára sjúkrahúsið í Eyjum alveg þar til það var tekið í notkun. Árið 1974 var fyrirtæki mínu falið að taka við smíði Safnahúss í Eyjum, sem þá var ekki fokhelt. Helgi tók að sér að sjá um verkið fyrir fyrirtækið og stjórnaði hann allri vinnu á byggingarstað af mik- illi fagmennsku. Hann kom með góða menn með sér og á næstu fimm árum skiluðu þeir af sér hverri hæðinni á fætur annarri, 1977 bókasafni, 1978 byggðasafni sem í dag er Sagnheimar og að lokum skjalasafni. Húsið er góður minnisvarði um fagmennsku Helga. Helgi var sannur Eyjapeyi sem ólst upp og starfaði alla tíð í nánu sambandi við athafnalíf Eyja- manna og hafði hann alla tíð orð á sér fyrir dugnað og ósérhlífni. Hans er ljúft að minnast og vilj- um við Hrafnhildur því senda Unni og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Garðar Björgvinsson. Árið 1962 útskrifuðust 12 ungar stúlkur frá Húsmæðrakennara- skóla Íslands. Framtíðin beið þeirra. Sumar úr Reykjavík, aðrar af landsbyggðinni. Ein þessara stúlkna réð sig til Vestmannaeyja til kennslu í heimilisfræðum. Þetta var Unnur vinkona mín. Hún verður nú ekki lengi þarna, sögðu skólasystur okkar. Nú fóru mér að berast bréf frá henni. Hvernig henni tókst til með kennsluna, hvernig lífið var í Eyj- um o.s.frv. en svo bréf um miðjan vetur. ,,ég er búin að kynnast ung- um manni. Hann heitir Helgi frá Vesturhúsum. Vandaður og góð- ur, smiður“. Þessi frábæra vin- kona mín átti svo sannarlega skilið að eignast góðan og traustan lífs- förunaut. Svo urðu bréfin fleiri. Helgi að kaupa lóð, fjölskyldan að stækka og áður en ég vissi af var komið hús og flutt inn. Mér var boðið í heimsókn. Í dyrunum á Ásaveginum tók á móti mér ungur hraustlegur mað- ur sem tók þéttingsfast í hönd mína, bauð mig velkomna. Glæsi- legt hús hannað og byggt með hans eigin höndum. Mér varð strax ljóst að Helgi hafði lagt í þetta fallega hús alla ást sína og hagleik. En gleðin með nýja húsið stóð ekki lengi. Um miðja nótt 1973 sló bjarma á himininn yfir Helgafelli. Það var farið að gjósa. Fumlaust tóku hjónin saman fatnað, ein- hverja muni, klæddu börnin og hröðuðu sér ofan á bryggju. Þessa nótt litu þau í síðasta sinn sitt glæsilega hús. Lítill drengur í fangi, stúlku- barn við hönd, kvíðin kona og ung- ur maður á flótta undan eldgosi. Þau fengu inni hjá móður Unnar á Brávallagötunni, síðar íbúð í Hraunbænum. Ekkert vonleysi, engin uppgjöf. Við flytjum fljótlega aftur til Eyja, sagði hann. Lífsbaráttan hafði hert Eyjafólkið svo að jafn- vel eldgos tók ekki frá því stað- festuna. Ungur lá hann á bjargbrúninni í Álsey, óhræddur háfandi lunda. Ungur þræddi hann þverhnípið, ungur valdi hann sér smíðar til at- vinnu. Handverkið hreinasta snilld. Uppi á landi var hann strax kominn í öflugt gengi smiða. En til Eyja varð hann samt að komast til að bjarga innbúi, hurðum og fleiru áður en askan kaffærði húsið. Ég reisi bara annað, sagði hann. 24. september sama ár skall á ofsaveður yfir landið. Þök rifnuðu af húsum. Síminn hringdi, neyð- arhringing. Þakdúkur á nýbyggðu húsi vinar okkar fokinn, úrhelli og miklar skemmdir í vændum. Hjónin erlendis. Náð í Helga og flokkinn hans. Fumlaust og hratt unnu þeir við að festa niður dúk í brjáluðu veðri. Húsinu bjargað. Þetta var Helgi, áræðinn, óhræddur, útsjónarsamur og sterkur. Svo loksins goslok og nýtt hús byggt á Bröttugötu. Nýtt upphaf, og aftur kom ég í heimsókn. Aftur sama þétta handartakið í dyrun- um. Velkomin. Svo hafa árin liðið við leik og störf og aldurinn sótt að. Ævi- kvöldinu skyldi eytt í nýju raðhúsi til að létta undir með Unni sinni sem hafði gengið gegnum erfið veikindi en þá var barið harkalega að dyrum. Nú greindist Helgi með illvígan sjúkdóm. Nú varð þessi sterki maður að beygja sig. Já, svo sannarlega hafa Eyjarn- ar misst einn af sínum traustustu drengjum. Í friði Guðs hvíli nú kær vinur í fallega kirkjugarðinum í Vest- mannaeyjum. Dröfn og Arthur Farestveit. HINSTA KVEÐJA Elsku afi, þó samverustundirnar hafi kannski ekki verið nógu margar eru minning- arnar þeim mun meiri og sumar ógleymanlegar. Fagur, fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa. Vingur, slingur, vara þína fingur. Fetta, bretta, svo skal högg á hendi detta. Takk fyrir, elsku afi, við elskum þig öll, P.S. Samanbrotnu bátarnir og hattarnir klikka aldrei. Ívar Tómasson, Sara Kristín Helgason og Anton Helgi Helgason. Með klökkum huga þig ég kveð, ég þakka allt sem liðið er, Guð okkur verndi og blessi. Það er sárt að kveðjast við dauðans dyr. En svona er lífið og dauðinn ei spyr, hvort finnist oss rétti tíminn til, dauðinn hann engum sleppir. (Ingimar Guðmundsson.) Þórhildur Rún. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÓHANNSSON, Kringlumýri 1, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri fimmtudaginn 10. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. maí klukkan 13.30. Starfsfólki á skurðdeild SAk og hjúkrunar- heimilinu Hlíð eru færðar bestu þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Reynir Karlsson Anna Sigríður Halldórsdóttir Heimir Karlsson Elfa Hauksdóttir Ragnheiður Antonsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega alla samúð, hlýhug og vinsemd vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖLLU INGIBJARGAR SVAVARSDÓTTUR, Áshlíð 6, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri fyrir góða umönnun og hlýhug. Hallgrímur Kristinn Gíslason Gísli Hallgrímsson Anna Sigríður Pétursdóttir Bjarni Hallgrímsson Arna Þorsteinsdóttir Garðar Hallgrímsson Haukur Hallgrímsson Aðalheiður Guðmundsdóttir Erla Björg Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI HÁLFDANARSON, Víkurbraut 30, Hornafirði, lést sunnudaginn 13. maí. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 25. maí klukkan 14. Vilborg Einarsdóttir Laufey Helgadóttir Sigurbjörn Karlsson Guðný Helgadóttir Hákon Gunnarsson Þorbjörg Helgadóttir Vignir Júlíusson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINAR PETERSEN, Goðheimum 3, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 24. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta góðgerðafélög njóta þess. Greta Björgvinsdóttir Petersen Birna Petersen Ken Håkon Norberg Gunnar Petersen Elva Gísladóttir Eva Petersen Viktor, Emilia, Oliver Anna Alexandra, Steinar og Brynjar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓNAS JÓNASSON húsgagnasmiður, Flúðaseli 88, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 3. maí. Útförin hefur farið fram. Bára Sigfúsdóttir Katrín Jónasdóttir Guðmundur Ó. Guðmundsson Jónas Jónasson Kristrún Sigurdísardóttir Arnfríður Jónasdóttir Gummi, Arna, Arnór, Bára, Karen, Guðni, Júlía, Sindri, Aron og barnabarnabörn Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.