Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 ✝ Ragnar Halls-son var fædd- ur í Hallkels- staðahlíð í Hnappadal 27. júlí 1933. Hann lést þann 12. maí 2018 á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi. Foreldrar hans voru hjónin Hallur Magnússon og Hrafnhildur Einarsdóttir í Hallkelsstaðahlíð. Ragnar var eitt tólf barna þeirra hjóna. Þau eru Einar, f. 1927, Sigríð- ur Herdís, f. 1928, Anna Júlía, f. 1930, Sigfríður Erna, f. 1931, Ragnar, f. 1933, Margrét Erla, f. 1935, Guðrún, f. 1936, Magnús, f. 1938, Sveinbjörn, f. 1940, Elísabet Hildur, f. 1941, Svandís, f. 1943, og Halldís, f. 1945. Látin eru Magnús, Ein- ar, Guðrún, Svandís. Ragnar var bóndi í Hallkels- staðahlíð, hann fór eitt sumar til síldveiða, starfaði nokkur haust í sláturhúsi að Syðstu Görðum og var kaupamaður á bæjum í sveitinni. Ragnar átti sæti í hreppsnefnd Kol- beinsstaðahrepps um langt árabil, formaður Hesta- mannafélagsins Snæfellings, sat í stjórn UMF Eld- borgar og var einn af mátt- arstólpum félagsins á að- alblómatíma þess í keppn- isíþróttum, formaður Búnaðarfélags Kolbeins- staðahrepps og tók virkan þátt í störfum Framsókn- arflokksins. Hann hlaut heiðursvið- urkenningar hjá Hestamanna- félaginu Snæfellingi, Hrossa- ræktarsamtökum Vesturlands og Ungmennafélaginu Eld- borgu. Útförin fer fram frá Kol- beinsstaðakirkju í dag, laug- ardaginn 19 maí, og hefst kl 14. Elsku nafni minn, heilsu þinni hafði hrakað mikið síðast liðin ár sem olli því að þú gast ekki gert allt sem þú vildir gera, né verið þar sem þú átt heima, í sveitinni þinni. En ég trúi því að núna sért þú kominn á betri stað, eflaust mættur í sauðburð til að fylgjast með og sjá til þess að allt gangi smurt. Hann nafni var svo einstak- lega ljúfur og rólegur maður, með einstaka nærveru og barn- góður. Við náðum vel saman og ein af hefðum okkar var að hringjast á milli á afmælum og á aðfangadag og var spjallað tímunum saman, umræðuefnið var aðallega íþróttir en við nafnarnir höfðum báðir gríðar- lega mikinn áhuga á flest öllum íþróttum. Svo endaði samtalið iðulega á því að hann bað mig um að skila kveðju til sætustu stelpunnar. Þó svo að báðir afar mínir væru fallnir frá þónokkuð fyrir minn tíma, þá upplifði ég aldrei neitt annað en að eiga afa, hann nafni var nefnilega hinn full- komni afi. Ég er skírður í höfuð á honum og var samband okkar einstakt. Allar sveitaferðirnar þar sem ég fékk að vera aðstoð- armaður hans nafna eru dýr- mætar minningar. Ég minnist sérstaklega þegar ég fór með honum í girðingavinnu og að henni lokinni þegar við röltum heim og rauluðum lag Valgeirs Guðjónssonar, „ég held ég gangi heim“. Mér þótti svo gaman að í einni af seinustu heimsókn minni til þín á dvalar- heimilið Brákarhlíð þá raulaðir þú smá bút úr laginu með þitt einstaka bros á vör. Einnig eru ófáar minningar um sauðburð og réttir, fyrsta skiptið sem ég fékk að taka næturvaktina í sauðburðinum er ofarlega í huga ásamt öllum réttunum þegar við gengum um réttina og þú bentir mér á hvaða kind, lamb eða hrút ég átti að draga á sinn stað. Elsku nafni minn, þín verður sárt saknað en allar dásamlegu minningarnar ylja manni um hjartarætur. Þú situr eflaust við hlið systkina þinna og fylg- ist með okkur öllum. Sveitin þín er í frábærum höndum Sigrún- ar systur, Skúla og Mumma. Takk fyrir alla samveruna og samtölin okkar. Takk fyrir að vera besti „afi“ sem hægt er að óska sér. Nafni, Ragnar Sverrisson. Elsku Ragnar frændi minn. Að fá að alast upp í fallegri sveit með góðu fólki er dýr- mætt og fyrir lítið stelpuskott er ómetanlegt að fá að hafa góðan frænda eins og þig til staðar. Þær eru hlýjar minningarnar sem koma upp þegar ég hugsa til baka í Hlíðina góðu þar sem alltaf var nóg að gera og þar sem maður fékk alltaf að vera með í því sem þurfti að gera. Sauðburður, smalamennsku, hestastúss, sláttur og allt þar á milli. Það var alltaf gaman að fá að fara með þér í svona stúss og þarna var hugur þinn og hjarta alla daga, í fallegu sveit- inni þinni. Ein af fyrstu minningum mínum er þegar ég fékk að sitja fyrir framan þig á hesti þeys- andi yfir Háholtin þegar smala var verið úr fjallinu eitt haustið. Það var líka alltaf spennandi þegar þú fórst í kaupstaðarferð í Borgarnes því þá vissi ég að við krakkarnir fengjum appels- ín í gleri og prins póló þegar þú kæmir heim og það klikkaði aldrei, ekki í eitt skipti. Oftar en ekki voru stóru jóla- pakkarnir frá þér og auðvitað eru stóru pakkarnir alltaf mest spennandi. Þú varst duglegur að taka mig með þér í hesthúsið og þar átti ég góða tíma með þér en skemmtilegast var þó alltaf þegar var sauðburður. Þá var nóg að gera, hvort sem það var við að færa stíur eða sækja fyr- ir þig lömb sem þú varst að marka út. Það var alltaf líka stór stund þegar þurfti að smíða palla og stíur í hlöðunni og ósjaldan fékk ég að láta reyna á misgóða lagni mína við smíðar en alltaf varstu tilbúinn að leiðbeina eða bara leyfa mér að berja hamrinum eitthvert út í loftið. Seinna þegar ég fór svo að koma með mínar stelpur í sveit- ina sá ég hvernig þær sóttu í að vera nálægt þér og þú alltaf svo hlýr eins og ég man eftir þér í minni barnæsku. Daniella talar ennþá um morgnana í sveitinni þar þið sátuð saman og borðuðu AB mjólk úr glasi og alltaf átti að gera alveg eins. Það er svo margt gott að minnast og fyrst og fremst þakklæti fyrir það að hafa feng- ið að hafa þig nálægt í lífinu. En nú var kominn tími til að hvíla lúin bein og veit ég að þú verður samt ekki langt undan. Hugur þinn var ávallt í Hlíðinni og ég veit að nú ertu kominn aftur heim í þína fallegu sveit. Hvíldu í friði, elsku frændi. Þín Hildur. Ragnar frændi minn hefur kvatt á sinn hógværa og hæg- láta hátt. Hann hafði um nokkurra ára skeið dvalið á Brákarhlíð í góðu yfirlæti. Þrátt fyrir það var hugurinn oftast heima í Hlíðinni þar sem lífið hans var. Við Ragnar áttum sameigin- leg áhugamál sem sameinuðu okkur frá fyrstu kynnum allt til hans síðasta dags. Sauðfjárbú- skapurinn og hestastúss var eitthvað sem okkur báðum hugnaðist vel. Hann kenndi mér svo ótal margt og var óþreyt- andi að svara misgáfulegum spurningum. Þolinmæði hans þegar ég varð helst að fara alla daga í fjárhúsin og fylgjast með var ótrúleg. Ég er ekki viss um að ég hafi alltaf verið til gagns með honum, ekki einu sinni komin nálægt skólaaldri. Það var þó aldrei á honum að finna annað en ég væri mikilvæg og dugleg. Hann að skrifa í rollubækur við skrifborðið sitt, ég sí- malandi uppá borði. Hann að sópa jöturnar, ég að sópa líka með lítinn kúst. Hann að gefa kindum fóð- urbæti, ég að smakka hann og þvælast fyrir. Hann að líta eftir lambafé, ég að elta hann. Hann að vaka yfir sauðburði, ég að vaka líka, sofnaði svo í heyinu en glaðvaknaði þegar hann bauð uppá „Vökutertuna“ sem var dásamleg brúnterta með kremi. Hann að velja lífgimbrar, ég að fylgjast með og velja þeim nöfn eftir hans uppskrift. Ragnar var fjárglöggur með afbrigðum og þekkti um 700 kindur með nöfnum og gat rak- ið ættir þeirra marga ættliði. Sauðfjárbóndi af Guðsnáð. Ragnar átti sín uppáhalds hross, hafði gaman af því að ríða út og ferðast á hestum. Einnig var hann áhugasamur um hrossarækt og kynbætur. Þegar Ragnar var 50 ára hélt hann uppá áfangann með því að fara í viku ferð ríðandi inn í Gilsfjörð. Sumarið sem hann varð 67 ára fór hann ríðandi með okkur í góðum hópi hesta- manna norður í land. Ferðin tók rúmlega hálfan mánuð og var hann með alla ferðina. Hann naut þess að rifja þessar ferðir upp í huganum og það kom sérstakur glampi í augun þegar hann sagði „það var í ferðinni“. Um áratuga skeið var það hefð í sveitinni að fara ríð- andi á hestaþing Dalamanna á Nesodda. Þeim ferðum hafði Ragnar einstaklega gaman af. Hann átti sínar gæðastundir á hestbaki en þá sameinaði hann sín áhugamál. Að ríða til fjalla að líta eftir lambfé var fyrir hann eins og suma að fara í margra landa reisu. Þá stoppaði hann á völd- um stöðum, lagðist með kíkinn í góða brekku og kannaði landið og lífið. Spáði í gróðurinn, snjó- inn í fjöllunum og hvort eitt- hvað hefði breyst. Þetta var helgistund, þar sem ég lærði fljótt að bæri að virða. Ég hélt í hestana og fylgdist með þeim kroppa nýgræðinginn. Þetta voru stundir til að hugsa málið eins og Ragnar kallaði það. Það er margs að minnast enda eru það forréttindi að hafa verið honum samtíða í rúmlega hálfa öld. Ragnar var ljúfur, góður, traustur og réttsýnn, hjá hon- um var gott að fá ráð. Ég er sannfærð um að Ragn- ar hefur nú fengið bót meina sinna. Sennilega ríður hann á Blika sínum með þá Grána og Hring í taumi um græna dali og fögur fjöll. Og lítur til kinda um leið. Takk fyrir allt það sem þú varst mér og mínum. Sjáumst síðar, elsku frændi minn. Sigrún Ólafsdóttir. Það er einkenni margra sem alast upp í Hnappadalnum á Snæfellsnesi, að þeir vilja hvergi annars staðar vera. Tignarleg fjöllin, vötnin, eld- stöðvarnar og hraunbreiðurnar, skapa umgjörðina og samkennd fólksins í dalnum hefur löngum verið sterk. Þetta sannaðist ekki síst hjá systkinahópnum á Ragnar Hallsson ✝ Páll Péturssonfæddist 21. maí 1940 á Steini, Reykjaströnd í Skagafirði. Hann lést 7. maí. 2018 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Foreldrar hans voru Pétur Lárus- son, f. 23. mars. 1892, d. 4. maí 1986, bóndi frá Skarði, Skarðs- hreppi í Skagafirði, og Kristín Danivalsdóttir f. 3. maí. 1905, d. 9. nóv. 1997 húsfreyja frá Litla Vatnsskarði í Laxárdal, A-Húnavatnssýslu. Systkini Páls eru Hilmar Pétursson, f. 11. september. 1926, Jóhann Pétursson, f. 26. apríl. 1928, Kristján Pétursson, f. 17. maí. 1930, d. 4. janúar. 2011, og Unnur Pétursdóttir, f. 9. apríl. 1943. Páll kvæntist Höllu Njarðvík Gunnarsdóttur, f. 20. september. 1947, d. 3. ágúst. 2014 og eignuðust þau 1) Tinnu, f. 13. desember. 1972, gift John Marshall. Börn þeirra eru Brynja Helena f. 3. ágúst. 2002, og Kaja Alex- andra, f. 23. ágúst. 2004. 2) Heba f. 11. júlí. 1975. Páll lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1960 og prófi í efna- fræði frá Háskóla Íslands. Þá hélt hann til náms í fiskiðnfræði í Kiel og Hannover í Þýskalandi og lauk þaðan prófi 1967. Páll starfaði hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík í nokkur ár og síð- an hjá Meitlinum í Þorláks- höfn. Þaðan lá leið fjölskyld- unnar til Kanada þar sem Páll vann hjá Fishery Products í sex ár. Í kjölfarið flutti fjöl- skyldan til Bandaríkjanna. Þar vann Páll hjá Coastal Fisher- ies í Massachusetts um hríð uns hann réðst til Icelandic USA í Maryland þar sem hann vann sem gæðastjóri þar til hann lét af störfum. Útför Páls fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 19. maí 2018, klukkan 14. Elsku pabbi og afi. Það sem kemur fyrst í hug- ann, þegar við hugsum um þig, er sú mikla væntumþykja sem þú sýndir okkur. Það var besta gjöfin til okkar. Það er ekki hægt að hugsa sér betri pabba og afa en þig. Þú fluttir til Kaliforníu á eftir okkur John til að vera nálægt barnabörnunum þínum. Þú studdir okkur í blíðu og stríðu. Þú varst alltaf kletturinn í lífi mínu og kenndir mér að vera sterk og bjartsýn á erfiðustu tímum lífs míns. Þú hjálpaðir mér að verða sú þrautseiga kona sem ég er í dag og kenndir mér að vera góð móðir. Þú sagðir alltaf að ég gæti komist eins langt í lífinu og ég ætlaði mér. Þegar ég kynnti þig fyrir mann- inum, sem ég vildi giftast, bauðstu hann velkominn í fjöl- skylduna og sýndir honum alla þá væntumþykju eins og hann væri þinn eigin sonur. Við munum alltaf minnast þín og gleðjumst að nú ertu aftur með mömmu, Kidda frænda og foreldrum þínum. Undanfarin ár, eftir að þú greindist með Alz- heimer sjúkdóminn, hafa verið þér og fjölskyldunni erfið. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með þér núna síðustu vikuna í apríl. Ég mun aldrei gleyma brosinu þínu þegar ég hljóp með þig í hjólastólnum yfir bílastæðið og spurði hvort þetta væri gam- an og þú sagðir, gerðu þetta aft- ur. Þú kunnir að gleðjast alveg til hins síðasta. Við minnumst allra þeirra skemmtilegu stunda, sem við áttum saman, hvað þú hafðir gaman að dansa, hlæja og faðma okkur. Við kveðjum þig með trega, elsku pabbi og afi. Þú mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Tinna, Brynja og Kaja. Ég hitti Palla í fyrsta sinn þegar hann kom á flugvöllinn í Washington, DC til að sækja okkur Tinnu, eldri dóttur hans. Palli lagði stóru óaðfinnanlegu Ford Econoline bifreiðinni fag- mannlega við gangstéttar- brúnina og heilsaði glaðlega. Tinna hafði varað mig við og sagt að hugsanlega yrði pabbi hennar ekkert ýkja hrifinn eða vingjarnlegur við mig eins og títt er um tengdafeður þegar þeir hitta tilvonandi tengdasyni. En það var ekkert að óttast, Palli var í alla staði vingjarnlegur og opinn. Mér þótti einstakt og at- hyglisvert hve Palli kunni góð skil á sögu Bandaríkjanna, hann var svo vel heima í smáatriðun- um. Enskan hans var mjög góð með smá-votti af íslenskuslett- um. Þrjú mikilvægustu orðin í ís- lensku sem hann kenndi mér eru „ég elska þig“ og þau hafa oft komið sér vel í sambúð okkar Tinnu, eiginkonu minnar með víkingablóðið. Palli var góður gestgjafi og kunni að skemmta sér og öðrum. Ég mun ávallt minnast ástar Palla á dætrum sínum og dætrum okkar Tinnu. Hann var stoltur af afkomendum sínum, þær voru honum allt. Kær kveðja, þar til við hitt- umst aftur, þinn tengdasonur, John Marshall. Heiðarlegur, samviskusamur, með ríka réttlætiskennd, lýsir mínum kæra bróður, Páli Pét- urssyni. Hér minnist ég æskuára okk- ar Palla. Við vorum langyngst fimm Steinssystkina á Reykja- strönd. Fjölskyldan flutti úr sveitinni og settist að í Keflavík, þegar Palli var sex ára og ég þriggja ára. Ég man ekkert eftir mér á Steini, en var sagt að Palli hafi snemma farið að líta eftir mér og hafi eitt sinn bjargað mér úr lífsháska þar sem ég var að sökkva ofaní dý. Eftir að við fluttum á mölina, þótti Palla ég heldur erfið í taumi og hinn sam- viskusami stóri bróðir átti fullt í fangi með mig í umferðinni, sagði oft „hún verður drepin“, þegar ég óð út á götuna. Honum tókst þó að halda lífinu í stelp- unni og við tóku eftirstríðsárin með amerískri hersetu og mikl- um uppgangi í Keflavík. Áhyggjulausir krakkarnir í bæn- um létu hersetuna lítið á sig fá og byggðu sinn ævintýraheim í hálfbyggðum húsum og moldar- haugum. Þá voru ekki sjónvörp eða snjallsímar til að freista barnanna. Á sumrin var hamast í leikjum og kofabyggingum frá morgni til miðnættis. Ég hugsaði ekki út í það þá að eflaust hefur verið pirrandi fyrir Palla að hafa þetta stelpuskott í eftirdragi, þegar mikilvæg verkefni voru í gangi með vinunum. Hann var ekki einu sinni laus við mig þeg- ar hann var sendur í sveit í Langadal, ég var send með hon- um. Nálægðin við dýrin og nátt- úruna í sveitinni reyndist dýr- mætt veganesti fyrir okkur bæði. Ég kveð minn elskulega bróður með söknuði og þakklæti fyrir allt em hann gerði fyrir mig. Við Snorri og fjölskyldan okk- ar sendum Hebu,Tinnu, John og dætrunum Brynju og Kaju inni- legar samúðarkveðjur. Unnur. Fyrir mér er Páll Pétursson alltaf Palli frændi. Hann var litli bróðir pabba og milli þeirra ríkti mikill kærleikur og vinátta. Mín- ar fyrstu minningar um Palla frænda eru þegar ég var um það bil sex ára og hann um tvítugt. Palli var flotti frændinn sem átti plötuspilara og spilaði alls kyns tónlist, ekki síst Shadows og þýska óperutónlist. Í fjölskyldu- og jólaboðum var Palli ávallt hrókur alls fagnaðar og sjálf- skipaður hirðljósmyndari. Eftir að Palli kom heim frá námi í Þýskalandi bjó hann í Reykjavík, sem ég gerði einnig. Þá náði Palli oft í mig á nýja Moskvitsn- um sem hann átti, og var ákaf- lega stoltur af, og við fórum til Keflavíkur að heimsækja ömmu og afa. Eftir að ég fullorðnaðist skildi ég hversu mikilvægur hlekkur Palli var í kærleiksríku sambandi okkar ömmu og afa. Síðan líða árin, ég fluttist, ásamt fjölskyldu minni, til Bandaríkjanna þar sem við hjón- in fórum til náms. Þá hafði Palli ásamt eiginkonu sinni Höllu og dætrum þeirra Tinnu og Hebu búið þar um nokkurra ára skeið. Palli aðstoðaði okkur náms- mennina með fyrstu skrefin og hjálpaði m.a. við búslóðaflutn- inga. Samskipti og heimsóknir á milli fjölskyldnanna voru nokkuð tíð á þeim tíma sem við bjuggum í Bandaríkjunum. Palli var í fisk- bransanum og við fengum reglu- lega að njóta þess að fá góðan ís- lenskan fisk sem var aldeilis gott mótvægi við ameríska matinn. Áfram líður tíminn, ég og fjöl- skylda mín fluttum aftur heim til Íslands. Þegar Palli var staddur á landinu vegna vinnu sinnar kom hann oft í heimsókn og þá rifjuðum við gjarnan upp gamla tíma. Fyrir allnokkrum árum greindist Palli með Alzheimer og smám saman varð hann ósjálf- bjarga eins og títt er um þá sem sjúkdóminn fá. Árið 2014 lést Halla eiginkona Páls og eftir það hallaði enn frekar undan fæti. Dætur Páls voru stoð hans og stytta í veikindunum. Megi guð vera með Tinnu, Hebu, John, Brynju og Kaju sem kveðja nú góðan vin, föður, tengdaföður og afa. Hjarta mitt er fullt af þakk- læti fyrir að hafa þekkt Palla og notið frændsemi hans og vináttu. Vilhjálmur Kristjánsson. Vinur okkar og samstarfs- félagi, Páll Pétursson, hefur kvatt okkur hinsta sinni í þess- um heimi. Páll, eða Palli í okkar hópi, vann alla tíð ötullega að því að halda uppi orðstír íslenska fisks- ins á erlendum mörkuðum og þá ekki síst í Bandaríkjunum. Þar átti hann mikinn þátt í að efla og viðhalda vörumerkinu Ice- landic®, en Icelandic® var ný- lega gefið íslensku þjóðinni til varðveislu og notkunar fyrir ís- lenskar vörur. Palli var ráðinn til Coldwater Seafood Corporation til að fram- fylgja því að gæði afurða fyr- irtækisins stæðust væntingar kröfuhörðustu neytenda í Norð- ur-Ameríku. Hlutverkið var að gæta þess að það sem færi fyrir kröfuharðan almenning væri það besta, sem fáanlegt er í sjávaraf- Páll Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.