Morgunblaðið - 19.05.2018, Síða 53

Morgunblaðið - 19.05.2018, Síða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Sá óvenjulegi viðburður áttisér stað í vikunni að tværhelstu og elstu menning-arstofnanir þjóðarinnar tóku sig til og fluttu sameiginlega verk, eða öllu heldur gjörning, á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður og Kjartan Sveins- son tónskáld, áður meðlimur Sigur Rósar, höfðu áður unnið saman að samskonar gjörningaverkum í Þýska- landi en nú var kominn tími til að fá mennina heim. Það er ekki laust við að einhverskonar leiksýning hafi byrjað strax við undirritun samninga í fyrrahaust, en af myndum að dæma mátti greina eftirvæntingu þeirra fé- laga sem með látbragði neru saman höndum með stríðnissvip, líkt og þar færu loddarar sem ætluðu að snúa menningarlífinu hér heima á hvolf. Eftir uppklapp á frumsýningu stukku þeir svo af sviðinu í svipuðum karakt- er og létu sig hverfa. Hvar sér maður svona kúlissleik- hús í dag? Tilfinningin var á stundum sú að þar færi grunnskólasýning en þó vissulega í hæsta gæðaflokki. Sýn- ingin var á sinn hátt afturhvarf til upphafsára Þjóðleikhússins – risavax- in máluð leiktjöld þvert yfir svið og sviðsetningin natúralistísk. Sinfón- íuhljómsveit Íslands var auk þess mætt á þann stað þar sem hún hóf leik fyrir rúmum 60 árum, að þessu sinni ofan í gryfju, nánast í fóstur- stellingu. Verkið, eins og það var kallað í leik- skrá, er gjörningur, einn af mörgum sem Ragnar Kjartansson hefur sett upp víða um veröld við mikinn orðstír. Ekkert hlé var á sýningunni; andar- takið var fangað í rauntíma. Leik- tjaldið, handmálað, var yfirgengilegt, rómantískt náttúrulandslag; ægifeg- urð, fjallstindar, sólarlag innan um magnþrungið skýjafar þar sem mátti greina stóran ránfugl. Eina lífið á sviðinu, auk (her)mannsins, var sólin sem gekk til viðar meðan sýningin varði. Ef einhverjum leiddist biðin eftir dauðanum á sviðinu gat hinn sami fylgst með blóðrauðu sólarlag- inu fjara út og vitað að þá væri sýn- ingin brátt á enda. En því fór fjarri að alla hafi syfjað þó söguþráðinn hafi vantað. Endurtekningin – „Stríð er leikhús sem leikur leikhús“ stóð í vandaðri leikskrá verksins en þar var jafn- framt svarið af sér að gjörningur þeirra Ragnars og Kjartans væri af- bygging á leikhúsi eða tónsmíðum, heldur væru þeir að leika sér í bruna- rústunum sem byltingar tuttugustu aldarinnar skildu eftir á þeim stað þar sem áður stóðu leikhús, hvar leikin voru leikrit eða spilaðar sinfóníur. Út- koma þeirra félaga varð einhverskon- ar sinfónía og einhverskonar leikhús. Sögusviðið minnti sterkt á miðevr- ópskan vígvöll á 18. eða 19. öld. Bún- ingarnir voru að sögn unnir upp úr flíkum úr búningasafni Þjóðleikhúss- ins, úr leikverkunum Kóperník höf- uðsmanni og Þremur systrum, sem sé leiksögulegir án þess að vera á neinn hátt sögulegir enda enginn söguþráð- urinn. Það veit sá sem hefur prófað hæga upprisu í einn og hálfan klukkutíma á leiklistarnámskeiði að það er stórmál að sýna, öllu heldur líkamna, hægan dauða í einni samfelldri hendingu. Eftir stuttan forleik heyrðust búk- hljóð og loks skreið Hilmir Snær Guðnason emjandi fram, reis upp eft- ir langa mæðu, studdi sig við riffil með áföstum byssusting, ákallaði al- mættið, grét, syrgði fallna félaga, allt þar til hann steig á púðurkerlingu og dó. Allavegana heyrðist hvellur og reykur steig upp. Nokkurn veginn þannig leið senan áfram óáreitt í heilan klukkutíma. Tónlistin var látlaus, nán- ast bernsk og einlæg í einfaldleika sín- um; langar hendingar með stórum hljómum sem risu og hnigu gegnum verkið undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar og hélt sviðshluta verks- ins við efnið. Tónverk Kjartans hljóm- aði sem wagnerískur niður, seiður – í senn dáleiðandi og svæfandi en um leið fallegur og hugvekjandi löngu eftir að sviðstjöldin féllu. Ljós ofan úr rjáfri lýstu á hljómsveitina verkið á enda sem tók því miður fókus af því sem fram fór á sjálfu sviðinu. Ef til vill var þörf á lýsingu við spilamennskuna nema þörf var á að undirstrika þátt hljómsveitarinnar í verkinu. Var verkið epískt? Nei. Engum söguþræði var til að dreifa, en andar- takið, mómentið, var fangað í rauntíma í einni hendingu sem getur reynst mörgum Íslendingnum á sögueyjunni snúið að lifa með. Það má spyrja sig hvort einhver vissi hverju von var á í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið. Verkið var í raun hreinasta afbragð og uppfærslan að öllu leyti fagmannlega unnin og flutt. Aldrei vottaði fyrir áreynslu og hermaðurinn líkamnaðist á áhrifaríkan hátt í Hilmi Snæ sem gætti þess vel að leika aldrei. Útkom- an, þegar allt er vegið og metið, er að sjónarspilið hafi heppnaðist betur en Ragnar Kjartansson hafði þorað að vona ef marka má viðtöl fyrir sýning- una, en hann hélt að fólki ætti eftir að leiðast, að klukkutíma gluggi yrði á við þrjá. Allavega leiddist ekki undirrit- uðum, ekki heldur sessunautnum sem lætur ekki bjóða sér neitt flipp og yfir- borðsmennsku. Það verður ekki hjá því komist að minnast á höfundareinkenni Ragnars sem litar allt verkið – sonur leikara og leikstjóra sem dvaldi ungur löngum stundum við leikæfingar úti í sal eða baksviðs, sá ungur að árum í gegnum leikinn og hreifst af endurtekningunni; er þetta einhverskonar trámi sem Ragnar er að vinna svona snilldarlega vel úr? Í texta leikskrár var reynt að botna þetta allt saman: „Tilfinning- arnar sem Stríð vekur með okkur eru ekki tilfinningar sem vísa skýrt til reynslu okkar af lífinu heldur frekar og jafnvel einvörðungu til reynslu okk- ar af leikhúsi …“ og spurt var í fram- haldinu: „Eru leikhústilfinningar ekki líka tilfinningar?“ Svari nú hver fyrir sig, en í prinsippinu, jú. Stríð, samt friður Ljósmynd/Hörður Sveinsson Fagmannlegt „Verkið var í raun hreinasta afbragð og uppfærslan að öllu leyti fagmannlega unnin og flutt,“ segir í rýni um Stríð í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið Stríð bbbbb Verk eftir Ragnar Kjartansson og Kjart- an Sveinsson. Leikstjórn: Ragnar Kjart- ansson. Tónlist: Kjartan Sveinsson. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikmynd: Ragnar Kjart- ansson. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Útfærsla leikmyndar: Axel Hall- kell Jóhannesson og Jana Wassong. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Dramatúrg: Henning Nass. Leikari: Hilmir Snær Guðnason. Aukaleikarar: Adolf Smári Unnarsson, Tómas Helgi Baldursson og Aron Martin de Azevedo. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins miðvikudag- inn 16. maí 2018. INGVAR BATES TÓNLIST ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí SÉRBLAÐ Tónlistarkonan Kristín Anna Val- týsdóttir heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Hún hélt tvenna tón- leika í listasafninu Cincinnati Art Museum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði á tónlistarhátíðinni Home- coming og er hátíðin haldin af með- limum bandarísku rokksveit- arinnar The National. Kristín Anna kom einnig fram með Aaron og Bryce Dessner úr The National á opnunarkvöldi hátíðarinnar þar sem einnig komu fram Lisa Hann- igan, Spank Rock Official og Mouse on Mars. Ýmir Grönvold hannar sviðs- mynd fyrir tónleikana í kvöld en hann gerði einnig sviðsmynd fyrir tónleikasviðið í listasafninu í Cinc- innati. Á tónleikunum leika einnig Daníel Friðrik Böðvarsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Ingi Garðar Erlendsson. Húsið verður opnað kl. 20.30 og miðaverð er kr. 2.500. Á tónleikum Kristín Anna Valtýsdóttir. Kristín Anna held- ur tónleika í Mengi Kór Lindakirkju heldur tónleika kl. 20 á mánudag, annan í hvítasunnu, í Lindakirkju ásamt hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar. Kór- meðlimir munu einnig koma fram og flytja einsöng og sérstakur ein- söngvari verður Arnar Dór Hann- esson sem landaði 2. sæti í söng- keppninni The Voice Ísland fyrir rúmu ári. Kirkjukór Kór Lindakirkju lyftir höndum til himins á tónleikum. Kórtónleikar á annan í hvítasunnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.