Skírnir - 01.04.2007, Blaðsíða 4
Frá rit stjór a
„Svo miklir atburðir hafa orðið þetta ár (nýár 1848 — vordaga 1849) í Frakklandi,
að lengi munu í minni hafðir, og miklar sögur af gjörðar,“ stóð í Skírni vorið 1849.
Skírnir er vissulega gamalt og virðulegt tímarit en hann hefur líka alltaf reynt að
fylgjast með tímans straumi, eins og sjá má af þessari tilvitnun, verið óhræddur við
nýja hugsun. Í vor má til dæmis marka þetta af því að nú er orðin til ný vefsíða
Skírnis, www.skirnir.is. Þar má sjá efnisskrá síðustu fjörutíu ára, lesa valdar greinar
úr síðustu heftum, fræðast um sögu Bókmenntafélagsins eða fara inn á tengil þar
sem hægt er að fletta fyrstu níutíu árgöngum Skírnis. Á heimasíðunni má líka sjá
leiðbeiningar um frágang heimilda og tilvísana fyrir greinahöfunda, sem Þorvaldur
Kristinsson prófarkalesari Skírnis tók saman og margir greinahöfunda í þessu
nýjasta hefti hafa fylgt.
Í þessu hefti Skírnis er í sérstökum bókmenntaþætti líka gerð tilraun til að
kynna fyrir áskrifendum nokkra af okkar yngstu og athyglisverðustu höfundum.
Fyrir vikið er mikil breidd í heftinu, svo sem ráða má af aldri höfunda, en 58 ár eru
á milli yngsta og elsta höfundarins í Skírni á þessu vori.
Það er líka von ritstjóra að mikil breidd einkenni bæði efni og efnistök eins og
efnisyfirlitið sýnir og verður ekki allt talið hér. Sem fyrr er áhersla lögð á sögu,
bókmenntir, heimspeki og þjóðfélagsrýni. Hér er skrifað um karlskáld og konur
úr ólíkum áttum, hjá Helgu Kress, Öldu Björk Valdimarsdóttur og Sigrúnu
Margréti Guðmundsdóttur. Þorvaldur Gylfason sýnir fram á athyglisverða fylgni
líkamshæðar, velferðar og jafnaðar, og ræðir þar mun Evrópu og Ameríku en sá
munur er Hannesi H. Gissurarsyni líka hugleikinn í grein um réttlætiskenningar.
Skírnir heldur áfram að sækjast eftir greinum sem skáld skrifa um skáld og að þessu
sinni ritar Einar Már Guðmundsson um Halldór Laxness. Í nokkrum ritgerðum er
fjallað um fornbók menntir, Gunnþórunn Guðmundsdóttir skrifar um minninga -
sögur Hannesar Sigfús sonar en Sverrir Jakobsson veltir fyrir sér valkostum
Íslandssögunnar: Hvað ef Íslendingar hefðu ekki gengið Noregskonungi á hönd?
Í Skírnismálum er fjallað um afstöðu þjóðfélagsins til hjónabanda samkyn -
hneigðra og annar ritdómur Skírnis er um bókmenntasöguna margumræddu sem
út kom fyrir jólin. Loks segir Hrafnhildur Schram frá huldukonu í íslenskri
nútíma myndlist, Ey borgu Guðmundsdóttur.
Í fyrra fagnaði Skírnir 180 ára afmæli en í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu tveggja
mætra samferðamanna Hins íslenska bókmenntafélags, Jónasar Hallgrímssonar
(skráður í félagið 1834) og Tómasar Sæmundssonar (félagsmaður frá 1830), og
verður þeirra minnst í haustheftinu. Þeir voru í senn menn hefðar og nýjunga, eins
og Skírnir leitast við að vera.
Góða skemmt un!
Hall dór Guð munds son
Skirnir vor 2007-med ollum-1:Skírnir haust nota-1 25.4.2007 14:27 Page 4