Skírnir - 01.04.2010, Page 10
anum og þar með mismunandi massatölu, og er þá talað um ólíkar
samsætur sama frumefnis. Þessar samsætur hafa næstum því sömu
efnafræðieiginleika, ganga með sama hætti í efnasambönd við önnur
frumefni og svo framvegis. Sumar samsætur frumefna eru stöðugar,
breytast ekki í aðrar með tímanum. Þær eru nær alltaf í nokkurn
veginn sömu hlutföllum í náttúrunni hér á jörðinni.
Aðrar samsætur eru geislavirkar sem kallað er, en það merkir að
tilteknar líkur eru á því að atómkjarninn sendi frá sér geislun á til-
teknum tíma og umbreytist um leið í aðra samsætu sem hefur þá
yfirleitt aðra sætistölu og tilheyrir því öðru frumefni. Sérhver geisla-
virk samsæta hefur sinn tiltekna helmingunartíma, en á þeim tíma
helmingast fjöldi geislavirku atómanna. Ef hann er ekki mjög langur
er yfirleitt afar lítið af samsætunni í náttúrunni; upphafleg atóm
hennar hafa þá nær öll umbreyst í önnur frumefni. Í sumum til vik -
um sér þó náttúran til þess að geislavirka samsætan myndast
stöðugt, til dæmis þegar geimgeislar koma inn í lofthjúpinn, og þá
er samsætan ævinlega til staðar þrátt fyrir geislavirknina.
6. Geislakol
Geislavirkni í kolefni er dæmi um þetta. Stöðugar samsætur kolefnis
(C) eru tvær, táknaðar með C-12 og C-13 þar sem talan 12 eða 13
táknar massatöluna. C-13 er þó aðeins um 1% af kolefni í náttúr -
unni. Geislavirka samsætan C-14, oft kölluð geislakol, finnst einnig
í náttúrunni af því að hún myndast stöðugt þegar geimgeislar skella
á lofthjúpnum og hefur alllangan helmingunartíma, 5730 ár. Mynd -
un geislakols er nokkuð stöðug og gildir það því einnig um hlutfall
þess í kolefni lofthjúpsins. Eftir að það myndast fylgir það ferli ann-
ars kolefnis úr lofthjúpnum niður í hafið og einnig inn í vefi plantna
og dýra þar sem það sest að. Plöntur taka þessa samsætu upp ásamt
öðru kolefni úr lofthjúpnum með ljóstillífun meðan þær eru á lífi.
Þaðan flyst kolefnið síðan yfir í dýr sem éta plönturnar, en hvert
sem það fer í lífríkinu helst hlutfall þess óbreytt þar til lífveran deyr.
Þá hættir hún að taka upp kolefni úr andrúmsloftinu eða úr plönt -
um og C-14 í leifum lífverunnar hverfur þá smám saman í samræmi
10 þorsteinn vilhjálmsson skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 10