Skírnir - 01.04.2010, Page 15
15hvenær varð landnám manna á íslandi?
óháð öðrum gögnum eins og til dæmis ritheimildum. Við getum því
bæði notað aðferðina til að athuga áreiðanleika slíkra heimilda, svo
langt sem þær ná, og auk þess til sjálfstæðra frumákvarðana á aldri
gjóskulaga sem féllu fyrir ritöld.
Rannsóknir á árlögum Grænlandsjökuls og annarra slíkra á
síðustu áratugum 20. aldar voru í raun meiri háttar ævintýri sem
hefur ef til vill farið fram hjá mörgum. Lengi framan af var miðstöð
rannsóknanna í Kaupmannahöfn undir forystu Willi Dansgaards,
en annar af forsprökkunum var Íslendingur, Sigfús J. Johnsen. Síðar
bættist Árný Erla Sveinbjörnsdóttir í hópinn.11 Þarna fléttaðist sam -
an þekking og reynsla frá ýmsum fræðigreinum eins og best gerist
í vísindum nútímans: loftslagsfræði, eðlisfræðileg straumfræði,
kjarn eðlisfræði, jöklafræði, tölvureikningar og reiknilíkön, varma -
fræði og svo framvegis. Oft og tíðum þurfti mikið hugvit til þess að
framkvæma borunina og ná upp borkjarnanum sem síðan var
mældur og rannsakaður vandlega í krók og kring. Hin ótrúlega ná-
kvæma tímasetning landnámslagsins, sem verður rædd nánar hér á
eftir, er auðvitað ævintýri líkust ein og sér, en þó er hún kannski
eins og lítið ævintýri inni í öðru stærra.
9. Landnámslagið
Árið 1995 birtist í tímaritinu Earth and Planetary Science Letters
stutt grein sem lætur lítið yfir sér.12 Á þessum tíma höfðu menn tekið
borkjarna úr Grænlandsjökli og tímasett árlögin í honum með ein-
faldri talningu eins og fyrr er að vikið. Höfundar greinarinnar höfðu
síðan grandskoðað sérstaklega árlög frá tilteknum tímabilum þar sem
vitað var um gjóskulög sem höfðu borist víða um Norður-Atlants-
hafið. Þeir mældu bæði rafleiðni í þessum lögum og eins efnasam-
setningu. Og viti menn: Í fjórum tilvikum fundu þeir með þessum
aðferðum gjóskulög í jöklinum þar sem gjóskan samsvaraði einmitt
lögum sem voru þekkt annars staðar frá og koma frá eld stöðv um hér
á landi. Þar á meðal var svokallað landnámslag sem kom úr eldstöð
skírnir
11 Sjá ýmsar ritsmíðar með aðild Sigfúsar og Árnýjar sem eru auðfundnar á Ver -
aldar vefnum.
12 Karl Grönvold o.fl. 1995. Sjá einnig Karl Grönvold 2000.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 15