Skírnir - 01.04.2010, Page 29
29hraðskilnaður eða lögskilnaður?
tæki aldrei sæti í ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors. Gekk það
eftir. Þjóðstjórnin liðaðist endanlega í sundur, en í janúar 1942 hafði
ráðherra Alþýðuflokksins sagt sig úr henni.
Í upphafi minnihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks var samstarf rík-
isstjóra og forsætisráðherra með ágætum, enda hafði Sveinn Björns-
son hvatt Ólaf Thors til að taka að sér stjórnarforystuna. Á þessu
varð fljótt mikil breyting og tengdist ósætti þeirra ekki síst deilum
um sambandsslit.10 Utanþingsstjórnin sem tók við var skipuð
vinum og samstarfsmönnum Sveins Björnssonar án þess að hann
ráðfærði sig við flokksforingja um val þeirra. Nánasti vinur og sam-
starfsmaður Sveins, Vilhjálmur Þór, varð utanríkisráðherra.11
Tíð ríkisstjórnarskipti á árinu 1942 voru aðeins ein birtingar-
mynd mikilla átaka og hræringa í íslensku þjóðfélagi sem og heim-
inum öllum. Í landinu var fjölmennur bandarískur her, mikill upp -
gangur var í efnahagslífinu, stéttaátök voru mikil og óðaverðbólga
geisaði. Innan allra stjórnmálaflokka geisuðu harðvítugar deilur.
Eftir tvennar þingkosningar 1942 gjörbreyttist flokkakerfið. Í stað
þriggja flokka kerfis festist fjögurra flokka kerfi enn frekar í sessi
og Sjálfstæðisflokkur varð forystuflokkur í íslenskum stjórnmálum
í stað Framsóknarflokks, sem í fyrsta sinn síðan 1927 hafði ekki
þingstyrk ásamt Alþýðuflokki til að mynda ríkisstjórn. Nýr flokk -
ur, lengst til vinstri, Sósíalistaflokkur, varð þriðji stærsti flokkurinn
en Alþýðuflokkur sá minnsti. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Sósíalista-
flokkur töldu sig vera arftaka fyrri baráttumanna fyrir sjálfstæði Ís-
lands. Þar var að þeirra mati fullur sigur í nánd. Meirihluti Alþingis
ákvað sumarið 1942 að fylgja stefnu þessara flokka, hraðskilnaðar-
stefnu. Til andsvara reis fylking lögskilnaðarmanna.12
Stefna hraðskilnaðarmanna
Upphafsmaður hraðskilnaðarstefnunnar var ótvírætt Bjarni Bene-
diktsson (1908–1970). Hann varð prófessor í lögum við Háskóla Ís-
lands einungis 24 ára gamall og gegndi því starfi til 1940 er hann
skírnir
10 Sbr. t.d. Einkaskjöl Sveins Björnssonar: 36, 149–150.
11 Sbr. Gylfi Gröndal 1994: 276, 298–299.
12 Helgi Skúli Kjartansson 2002: 242–243.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 29