Skírnir - 01.04.2010, Side 30
varð borgarstjóri í Reykjavík, en Bjarni hafði setið í borgarstjórn
fyrir Sjálfstæðisflokkinn (yngri) frá 1934; sá flokkur var stofnaður
1929. Hann var fyrst kjörinn á þing í sumarkosningunum 1942.
Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, var einn af helstu forystu mönn -
um í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrstu áratugum 20. aldar. Bene-
dikt var fyrst kjörinn á þing 1908 sem eindreginn andstæðingur
Uppkastsins svokallaða sem var samkomulag um samband Íslands
og Danmerkur. Allir samningamenn Íslendinga nema einn, Skúli
Thoroddsen, höfðu eftir viðræður í Kaupmannahöfn samþykkt
Uppkastið. Andstæðingar þess unnu hins vegar mikinn sigur í kosn-
ingunum 1908 og stofnuðu eftir þær nýjan flokk, Sjálfstæðis flokk -
inn (eldri). Benedikt var 1918 eini þingmaður í Neðri deild Alþingis,
sem var andvígur sambandslagasamningnum. Hann sat samfellt á
Alþingi fyrir Norður-Þingeyjarsýslu til 1931, síðast á vegum Fram-
sóknarflokksins.
Bjarni Benediktsson var einn helsti sérfræðingur landsins í
stjórn lagafræði og hafði stundað framhaldsnám í þeirri grein, aðal-
lega í Berlín, 1930–1932. Hann naut mikillar virðingar fyrir fræði -
störf sín og háskólakennslu á því sviði. Það var því mjög eðlileg
ráðstöfun að ríkisstjórnin leitaði ráða hjá honum um það hvernig
íslensk stjórnvöld ættu að bregðast við þegar Þjóðverjar hernámu
Danmörk vorið 1940. Bjarni skrifaði álitsgerð fyrir ríkisstjórnina
sem varð grundvöllur ályktana Alþingis um að taka til sín meðferð
utanríkismála sem og æðsta valdið, konungsvaldið. Um sumarið
sama ár birti Bjarni grein, „Sjálfstæði Íslands og atburðirnir vorið
1940“, í tímaritinu Andvara. Þar útskýrði hann ítarlega hin lagalegu
rök að baki ákvarðunum Íslendinga. Í greininni sagði hann m.a.:
Hún [ályktun Alþingis] afnemur ekki konungdæmi á Íslandi og sviptir
konung ekki tign sinni. Ísland er eftir sem áður konungsríki, og hinn rétti
konungur tekur aftur við völdum, þegar Alþingi telur skilyrði vera fyrir
hönd um til þess að svo megi verða. …
Nú er orðið alveg ótvírætt, að samfara niðurfalli sambandslaganna
mundi konungssambandið einnig rofna, og verða Íslendingar því nú þegar
að íhuga, hvernig þeir vilja láta koma hinu æðsta valdi fyrir.
[…] Verður og ekki á móti því mælt, að ef það ástand, sem nú er, helzt
langa hríð, eru forsendur sambandslaganna fallnar brott, og geta Íslendingar
30 svanur kristjánsson skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 30