Skírnir - 01.04.2010, Page 40
Nokkru áður höfðu þrír forsvarsmenn áskorunarinnar — Árni
Pálsson prófessor, Helgi Guðmundsson bankastjóri og Klemenz
Tryggvason hagfræðingur — gengið á fund ráðherrans og tjáð
honum að von væri á opinberri áskorun til Alþingis um að fresta
sambandsslitum. Ráðherrann bar þá „fyrir hönd Alþingis og ríkis-
stjórnar fram eindregin tilmæli um það, að áskorunin yrði ekki birt,
með því að það gæti haft „þjóðhættulegar afleiðingar“.“39
Aðstandendur framtaksins ákváðu að verða við tilmælum Ólafs
Thors og hættu frekari söfnun undirskrifta en afhentu ráðherranum
áskorun með 61 nafni. Nokkuð var hópurinn einsleitur, allt karl-
menn úr efri lögum samfélagsins. Marga áhrifamenn var þarna að
finna, þar á meðal Halldór Kiljan Laxness, Sigurbjörn Einarsson
prest og Sigurð Nordal prófessor. Ríkisstjórnin hélt síðan sínu striki
og eftir síðari þingkosningarnar í október 1942 virtist sem öruggur
þingmeirihluti Sjálfstæðismanna og Sósíalistaflokks gæti staðið fyrir
hraðskilnaði eftir árslok 1942. Mikil andstaða var hins vegar innan
Sjálfstæðisflokksins gegn stjórnarsamvinnu við „kommúnista“.
Lögskilnaðarmenn nýttu sér þetta og 1. desember 1942 flutti einn
þeirra, Björn Þórðarson, ræðu þar sem blásið var til orrustu gegn
hraðskilnaði. Í einu og öllu tók Björn undir málflutning Sveins um
lögskilnað, að Ísland yrði lýðveldi en konungssambandið héldi —
að landið yrði með orðum Björns Þórðarsonar „konunglegt lýð -
veldi“.40 Með skipan utanþingsstjórnar og Björn Þórðarson í for-
svari stjórnarinnar, virtist sem lögskilnaðarmönnum myndi takast
að koma í veg fyrir hraðskilnað. Svo reyndist þó ekki vera. Þrýst -
ingur frá þingmeirihlutanum á stjórnina var mikill. Svo fór að ríkis -
stjórnin gaf sig og birti 1. nóvember 1943 yfirlýsingu um að í
sjálf stæðismálum myndi stjórnin lúta vilja þingsins. Sveinn Björns-
son neitaði hins vegar að játa ósigur og flutti 1. desember 1943 ræðu
þar sem hann í senn ítrekaði fyrri röksemdir um lögskilnað og setti
umfjöllun um sambandsmálin í nýtt samhengi:
Í sambandi við þetta [sambandsmálin] hefir komið upp ágreiningur, bæði
um aðferðir og skipulag. Þessi ágreiningur er sjerstaklega óheppilegur,
40 svanur kristjánsson skírnir
39 Ástandið í sjálfstæðismálinu 1943: 16–17. Undirskrifendur áskorunarinnar er að
finna á bls. 19–21.
40 Svanur Kristjánsson 2002: 33.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 40