Skírnir - 01.04.2010, Page 43
43hraðskilnaður eða lögskilnaður?
Við skulum skoða nánar hvern þessara þriggja ágreiningsþátta um
leið og hugað er að samtvinnun þeirra í málflutningi hraðskilnaðar-
manna og lögskilnaðarmanna.
Í greininni „Forveri forseta — Konungur Íslands 1904–1944“
fjallar Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur m.a. um málefna -
grunn flokka sjálfstæðisstjórnmálanna:
Konungur var þó hvorki hlutlaus né skoðanalaus um ráðherraval á Íslandi.
Stefnumunur íslensku flokkanna snerist einkum um sambúðina við Dan-
mörku: hvort þar bæri að byggja á: tilfinningu um þjóðirnar tvær sem nátt-
úrulega andstæðinga og kröfugerð um lagfæringar á sambandi þeirra eða á
tilfinningu um þjóðirnar sem náttúrulega bandamenn og samningum um
lagfæringar á sambandi þeirra.43
Hraðskilnaðarmenn, ekki síst Bjarni Benediktsson, höfðu dregið
sama lærdóm af sjálfstæðisbaráttunni og forverar þeirra á kröfu-
gerðarvæng íslenskra stjórnmála. Í öllum samningum við erlendar
þjóðir þurftu Íslendingar að sýna mikla festu. Benedikt Sveinsson,
faðir Bjarna, útskýrði slíka afstöðu á Alþingi 1918 en hann greiddi
atkvæði gegn sambandslagasamningnum:
Það er eðlilegt, að danskir stjórnmálamenn sæju hver aðferðin þeim var
öruggust. Þeir vita jafnvel og vjer, að Íslendingar hafa alt af skaðast á samn-
ingum við erlendar þjóðir um réttindi sín, en grætt á að neita. Svo var á
þjóðfundinum 1851, sömuleiðis 1870 og 1908 og 1912, og svo mundi fara
enn, ef hlýtt væri boði tímans og beðið. — Aftur hafa Íslendingar skaðast
á samningafýsinni, t.d. 1262, 1660, 1903 o.s.frv.44
Milli slíkra viðhorfa og afstöðu lögskilnaðarmanna var einfaldlega
himinn og haf. Í málflutningi þeirra gætti sérstakrar hlýju gagnvart
Dönum og Norðurlandaþjóðum yfirleitt. Þeir töldu samninga og
orðheldni vera undirstöðu þess trausts í samskiptum einstaklinga
skírnir
43 Helgi Skúli Kjartansson 2006: 63.
44 Alþingistíðindi B 1918 — Þrítugasta löggjafaþing — Sambandsþing: 79. Þessari
afstöðu fylgdi að sönnu mikill sannfæringakraftur en um leið lítið sem ekkert um -
burðarlyndi gagnvart þeim sem haldnir voru „samningafýsinni“ og skipti þá engu
þó að um samflokksmenn væri að ræða. Þannig snerist Benedikt Sveinsson gegn
Birni Jónssyni 1911 og flutti á hann vantraust 1911, ekki síst fyrir „undanhald og
ístöðuleysi gagnvart útlenda valdinu …“ (Alþingistíðindi B1–B2 1911: 675).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 43