Skírnir - 01.04.2010, Page 44
og þjóða sem væri síðan undirstaða réttarríkis, lýðræðis og alþjóða -
laga. Sjálfur hafði Sveinn Björnsson í raun fórnað (tímabundið)
þingmannsferli sínum þegar hann tók afstöðu með samningaleiðinni
1914–1915 þegar Sjálfstæðisflokkurinn gamli klofnaði. Að mati lög-
skilnaðarmanna var nú að renna upp ögurstund í sögu íslenskra
þjóðar. Sigurður Nordal prófessor spurði beint hvort Alþingi ætlaði
að skipa Íslandi í sveit löghlýðinna þjóða eða ganga lögleysingjum
á vald:
Er það leiðin til þess að bjarga sóma þessa Alþingis, ef það hrapar að
stofnun lýðveldis, klæðist ljónshúð frægustu foringjum Íslendinga frá
liðnum tímum, sigrar Danskinn og getur sýnt mátt sinn gagnvart þessum
ægilega óvini: „Lá hann ekki, lasm“ ?! En væri ekki betur við eigandi, að
sú Íslandsglíma færi ekki fram 17. júní, heldur á afmælisdag Adolfs Hitlers,
sem vér eigum hvort sem er allar „vanefndir“ Dana að þakka.45
Sigurður mælti þarna eflaust fyrir munn allra lögskilnaðarmanna,
rétt eins og hann gerði með áherslu sinni á nauðsyn þess að for-
gangsröðin í sjálfstæðisbaráttunni væri með réttum og eðlilegum
hætti:
Sjálfstæði Íslendinga út á við er dýrmætt. Þeir geta aldrei fullþakkað ham-
ingjunni, að þeir hafa verið hernumdir af vel siðuðum þjóðum og ekki
beittir þrælatökum. Samt finnur hver maður með ráði og rænu, hvað her-
námið er, en aðeins menn með sjö skilningarvit kenna til undir hinum
dönsku hlekkjum, sem þeim ríður svo lífið að slíta heldur árinu fyrr en
síðar. En undir hinu innra sjálfstæði, í hugsun og siðferði, ættjarðarást og
þjóðmenningu, atorku og forsjá í atvinnumálum og fjármálum, er samt
framtíð þjóðarinnar mest komin. Án þess er hið ytra sjálfstæði lítils virði.
Á því veltur líka einkanlega hið ytra sjálfstæði og mun varðveizla þess
jafnan velta, að því leyti sem vér ráðum nokkru um það.46
Hraðskilnaðarmenn gerðu ekki ágreining við lögskilnaðarmenn um
mikilvægi lýðræðis í landinu. Þeir töldu hins vegar að þá skorti
réttan skilning á lærdómum Íslandssögunnar:
Í síðustu heimsstyrjöld og á áratugunum þar á eftir lærðu allir forráðamenn
þjóðarinnar, að stjórnskipulegt sjálfstæði var eitt af lífsskilyrðum þjóðar-
44 svanur kristjánsson skírnir
45 Sigurður Nordal 1943: 92.
46 Sigurður Nordal 1943: 91.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 44