Skírnir - 01.04.2010, Page 45
45hraðskilnaður eða lögskilnaður?
innar og hún varð þess vegna að heimta það í sínar hendur svo fljótt, sem
nokkur kostur var á. Þeim duldist þó ekki, að enn var sama vantrúin lifandi
í sumum hlutum þjóðarlíkamans og viðbúið var, að hún sýkti frá sjer, ef
glöggar gætur væru eigi á hafðar. Eins vildu þeir í tæka tíð aðvara hina fornu
yfirráðaþjóð og aðra, sem þessi mál ljetu sig skifta, um, að Íslendingar væru
einráðir í því að taka sjer algert stjórnskipulegt frelsi svo fljótt, sem verða
mætti.47
Ein meginröksemd Bjarna var að án ytra sjálfstæðis gætu Íslend -
ingar ekki tekist á við krefjandi og þroskandi verkefni, sem myndu
styrkja þrótt þeirra og lýðræðið. Þeir fengu ekki að takast á við
meðferð æðsta valdsins; gætu ekki séð um eigin utanríkismál eða
gæslu eigin landhelgi. Þeir yrðu meira að segja að deila afnotarétt-
inum af landi sínu með Dönum, þrjátíu sinnum mannfleiri þjóð. Ís-
lendingar yrðu einfaldlega aldrei sjálfstæð þjóð nema með því að
losna úr fjötrum ytra ósjálfstæðis.48
Ágreiningur hraðskilnaðarmanna og lögskilnaðarmanna í sjálf -
stæðis málum var því yfirgripsmikill og óbrúanlegur. Þeir buðu fram
tvo valkosti sem almenningur og stjórnvöld þurftu að velja á milli
á árunum 1942–1944. Næst er að kanna kenningar þeirra um lýð -
ræði. Þar skipuðu hóparnir tveir sér í andstæðar fylkingar sem
tókust á í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar: annars vegar voru
mál svarar fulltrúalýðræðis en hins vegar þeir sem lögðu áherslu á
beint lýðræði. Heildarmyndin var nokkuð skýr: Hraðskilnaðar-
menn fylgdu yfirleitt fulltrúalýðræði en lögskilnaðarmenn beinu
lýðræði.49 Ágreiningur um lýðræði birtist glögglega í deilum um
kjör og vald forseta í stjórnarskrá væntanlegs lýðveldis. Meirihluti
stjórnarskrárnefndar þingsins, þar á meðal Bjarni Benediktsson,
vildi halda óskoruðu forræði Alþingis í stjórnkerfi landsins. Þeir
lögðu því til að Alþingi kysi forseta Íslands. Jafnframt taldi Bjarni
að takmarka ætti valdsvið forsetans. Hann ætti að virða þingræðis-
regluna í hvívetna og ekki beita 26. gr. stjórnarskrárinnar en hún
kveður á um vald forsetans til að neita að staðfesta lagafrumvörp
skírnir
47 Bjarni Benediktsson 1943: 7.
48 Bjarni Benediktsson 1943: 24–25.
49 Svanur Kristjánsson: 2002.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 45