Skírnir - 01.04.2010, Page 46
frá Alþingi, sem þá er skotið til þjóðarinnar til staðfestingar eða
synjunar. Einnig taldi Bjarni að Sveinn Björnsson ríkisstjóri hefði
sýnt Alþingi megnustu óvirðingu 1942 þegar hann vék stjórn Ólafs
Thors frá völdum en skipaði í hennar stað stjórn utanþingsmanna.
Þar sagði Bjarni óþingræðislega ríkisstjórn hafa komið í stað þing -
ræðisstjórnar Sjálfstæðisflokksins.50
Sveinn Björnsson hafði allt aðrar kenningar um lýðræði en Bjarni
Benediktsson og skoðanabræður hans. Hugmyndaheimur hans
markaðist af frjálslyndri stefnu 19. aldar og íslenskri sjálf stæðis -
baráttu. Þar gætti í senn mikillar bjartsýni um þroskamöguleika
mannsins yfirleitt og trú á sérstakt tækifæri Íslendinga til að móta
eigin leið til lýðræðis. Eftir aldamótin 1900 má segja að þessi draumur
hafi verið að rætast og Íslendingar þróað merkilegt stjórnmálakerfi:
Beina lýðræðið blómstraði og áhrif almennings á fulltrúastjórnina efldust,
ekki síst með rýmkun kosningaréttarins og meiri kosningaþátttöku.
Allmikil samstaða ríkti um að styrkja ætti hvort tveggja, beint lýðræði og
fulltrúalýðræði, að verkaskipting gæti verið þarna á milli með þeim hætti
að dagleg stjórn væri í höndum fulltrúastofnana um leið og tryggt væri að
fólkið hefði úrslitavald í mikilvægustu málum samfélagsins, þar á meðal um
áfengislöggjöfina.51
Vafalaust höfðu frjálslyndir straumar í Danmörku einnig djúpstæð
áhrif á Svein Björnsson en þar dvaldi hann lengi, fyrst við nám og
síðar sem sendiherra Íslendinga. Sveinn taldi sig alla tíð standa vörð
um virkan fullveldisrétt fólksins og valddreifingu. Þannig snerist
hann mjög öndverður gegn tillögum um að Alþingi kysi forseta hins
fyrirhugaða lýðveldis. Sveinn taldi nauðsynlegt „að línur væru sem
skýrastar milli allra þátta hins þrískipta æðsta valds, þ.e. dómsvalds,
46 svanur kristjánsson skírnir
50 Bjarni Benediktsson 1966: 31; Bjarni Benediktsson 1970: 49–50. Til harkalegra
deilna kom m.a. á fundi ríkisstjóra og forsætisráðherra í aðdraganda utanþings-
stjórnar þar sem Ólafur Thors taldi að minnihlutastjórn sín ætti að sitja „þar til
þingið gæti komið sér saman um þingræðisstjórn“; hún ætti eingöngu að víkja
fyrir stjórn, sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Sveinn Björnsson taldi hins
vegar að minnihlutastjórnin væri óstarfshæf og hann sem handhafi æðsta valdsins
bæri ábyrgð á því að sjá landinu fyrir starfhæfri stjórn. Utanþingsstjórnin var að
mati Sveins þingræðisleg enda myndi sú stjórn víkja um leið og alþingismenn
kæmu sér saman um meirihlutastjórn, sbr. Einkaskjöl Sveins Björnssonar: 36.
51 Svanur Kristjánsson 2006: 88.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 46