Skírnir - 01.04.2010, Page 47
47hraðskilnaður eða lögskilnaður?
framkvæmdavalds og löggjafarvalds“. Með þingkjörnum forseta
væri „Alþingi [löggjafarþinginu] ætlað að hafa of mikið vald yfir og
afskipti af framkvæmdavaldinu, meiri en verið hefði hjá okkur áður.
Hefði þrískiptingarfyrirkomulagið eins og við hefðum haft það
reynst vel og væri það í samræmi við reynslu annara landa með
lýðræði og þingræði.“52
Þessar hugmyndir Sveins Björnssonar um lýðræði urðu honum
í byrjun árs 1944 mikil hvatning til að gera úrslitatilraun til þess að
stöðva einhliða sambandsslit og samþykkt stjórnarskrár með þing-
kjörnum forseta. Í minnisblöðum hans frá þeim tíma kemur glögg-
lega fram að Sveinn var mjög andvígur stjórnarskrártillögunum en
ekki síður var hann mjög ósáttur við alla meðferð málsins og hve
lítið tækifæri þjóðinni sjálfri væri gefið hér til þátttöku í skipun
mála. Og hann hélt áfram:
Þessar hugsanir leiddu til þess að eg sannfærðist æ meir og meir um það,
að besta lausnin væri að kvatt yrði til þjóðfundar um málið. Sú hugsun hafði
aldrei farið úr huga mínum að einhuga eða sama sem einhuga samþykt
þjóðfundar sem kvaddur væri saman eingöngu vegna þessa máls, mundi
gera hvorttveggja í senn, skapa virka þátttöku þjóðarinnar um afgreiðslu
málsins og vera tjáning um þjóðarviljann, sem aðrar þjóðir mundu virða.
En afgreiðsla málsins, sem knúð væri fram með beitingu flokkavalds á
Alþingi og utan þings, mundi litið á öðrum augum, m.a. af þeim þjóðum
sem fylgst hafa nákvæmlega með flokkssundrungunni síðustu tvö árin og
vanmætti Alþingis að ráða fram úr vandamálunum.53
Veröld Bjarna Benediktssonar var talsvert önnur en Sveins. Hann
hafði að vísu mótast af sjálfstæðisstjórnmálunum en bar greinileg
svipmót þess vængs íslenskra stjórnmála sem var fullur tortryggni,
ekki eingöngu í garð Dana, heldur ekki síður í garð þeirra íslensku
manna sem sætu nánast á svikráðum við eigin þjóð, „hafa ekki viljað
illa, en illt verk hafa þeir engu að síður unnið“.54 Miklu máli skipti
einnig, að mínu mati, að kynslóð Bjarna Benediktssonar komst til
skírnir
52 Einkaskjöl Sveins Björnssonar: 121–122. Fundur með Gísla Sveinssyni 16. febrúar
1944.
53 Einkaskjöl Sveins Björnssonar: 155.
54 Bjarni Benediktsson 1943: 7.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 47