Skírnir - 01.04.2010, Page 48
vits og ára þegar framfaradraumum 19. aldar var drekkt í blóði fyrri
heimsstyrjaldarinnar og hörmungum heimskreppu. Á árunum
1930–1932 var Bjarni í framhaldsnámi í Þýskalandi og varð vitni að
valdatöku nasista sem beinlínis notfærðu sér frjálslynda stjórnarskrá
til að komast til valda, en Weimar-lýðveldið, sem var stofnað 1919,
var fyrsta ríkið sem bjó við forsetaþingræði (semi-presidential
government), þjóðkjörinn forseta og þjóðþing í senn. Síðar lýsti
Bjarni rás atburða í Þýskalandi m.a. þannig:
Hið víðtæka vald, sem forsetanum var fengið í 48. gr., var í upphafi ætlað
til þess að styrkja lýðveldið og auðvelda vörn þess á hættustund. Raunin
varð þó sú, að með þessu móti var grafið undan lýðræðinu, þingið svipt
valdi sínu og framkvæmdavaldið smám saman aukið — þrátt fyrir ófull-
nægjandi stuðning eða beina andstöðu þingsins, sem raunar var sjálfu sér
algerlega sundurþykkt. Með þessu var brautin rudd fyrir valdatöku nazista
og þar með rangsnúning allra réttarhugmynda, svo sem er þýzkt lögfræðirit
sagði eftir morð nazistaforingjanna, m.a. á ýmsum úr þeirra eigin hóp, sum-
arið 1934, að sá gerningur hefði verið fullnæging hins æðsta réttlætis.55
Meginhugsun Bjarna var skýr: Lýðræðið er mjög viðkvæmt og þess
ber að gæta vandlega að treysta ekki neinum töfralausnum eins og
t.d. var gert með kosningakerfinu í Weimar-lýðveldinu:
Þar átti hið fullkomna tölulega réttlæti að ríkja og tryggja lýðræðislega
þróun. Henni lyktaði með valdatöku Hitlers og gereyðingu Þýzkalands i
heimsstyrjöldinni síðari, og það er eftirtektarverður lærdómur, að Hitler
náði völdum og hélt þeim ætíð á formlega löglegan hátt. Lýðræðið fært út
í slíkar öfgar hafði sem sé sjálft í sér fólgið banamein sitt. Það fordæmi er
þess vegna sízt til eftirbreytni.56
Samkvæmt Bjarna var verkefni dagsins ekki að leita að fullkomnu
lýðræði eða virkja beina lýðræðið í landinu. Ísland stæði eitt á báti
í ótryggum heimi og enginn vissi hvernig umhorfs yrði að styrjöld-
inni lokinni. Íslendingar yrðu því að grípa tækifærið, rjúfa sam-
bandið við Dani og stofna lýðveldi. Brýnt væri að efla íslenskt
ríkisvald, ekki síst til að takast á við ný verkefni: skipan æðsta valds-
ins, meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu. Stjórnmála flokk -
48 svanur kristjánsson skírnir
55 Bjarni Benediktsson 1959: 8.
56 Bjarni Benediktsson 1953: Morgunblaðið, 24. janúar.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 48