Skírnir - 01.04.2010, Síða 50
Tillaga um að Sigurður Nordal fengi tækifæri til að flytja þessi erindi
lá fyrir fundi útvarpsráðs daginn fyrir gamlaársdag, en var vísað frá af
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokksins í ráðinu, sam -
kvæmt tillögu Einars Olgeirssonar.57
Svipuð þöggun varð einnig innan veggja Háskóla Íslands. Stúdenta -
ráð skólans ætlaði að halda fullveldissamkomu 1. desember 1943.
Þar átti Árni Pálsson prófessor að flytja aðalræðuna en Tómas
Guðmundsson skáld að lesa upp. Báðir voru virkir í hreyfingu lög-
skilnaðarmanna. Samkomuna skyldi halda í Tjarnarbíó sem var í
eigu Háskólans. Stjórn Tjarnarbíós skipuðu þrír menn, þar á meðal
rektor skólans. Einn stjórnarmanna, Níels Dungal prófessor, vildi
að stúdentar tækju ábyrgð á orðum ræðumanna á fundinum, „að ef
t.d. Árni Pálsson segði eitthvað í ræðu sinni, sem vekti blaðadeilur,
þá áskildi stjórn hússins sér rétt til að neita stúdentum um lán á hús-
inu næst“. Hússtjórnin féll síðar frá þessari beinu hótun en sagði
„að stúdentar gætu svo sem haft húsið, en þeir bæru þá ábyrgð á
því sem þar væri sagt. Stúdentarnir reiddust slíkri framkomu,
afþökk uðu húsið og aflýstu samkomunni.58
Ljóst má vera að hraðskilnaðarmenn voru staðráðnir í að koma
í veg fyrir að raddir lögskilnaðarmanna heyrðust á opinberum vett-
vangi. Ofstækið var slíkt að einn helsti forystumaður hraðskilnaðar-
manna, Gísli Sveinsson forseti Alþingis, setti formanni stúdentaráðs
50 svanur kristjánsson skírnir
57 Alþýðublaðið, 5. janúar 1944; sjá einnig Gunnar Stefánsson 1997: einkum 195–196.
Þar er einnig fjallað um afskipti útvarpsráðs, sem skipað var fulltrúum stjórnmála-
flokkanna, af fleiri málum í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar. Niðurstaðan er
skýr: „En svona var þrengt að málfrelsi í landinu á þessum dögum“(196).
58 Alþýðublaðið 30. nóvember 1943. Rétt er að vekja athygli á að Alþýðublaðið
studdi eindregið málstað lögskilnaðarmanna. Engin ástæða er hins vegar til að
efast um að efnislega sé frásögn blaðsins rétt, sbr. t.d. lýsingu í Þjóðviljanum 3.
desember 1943, bls. 2. Ein samkoma var haldin í Háskólanum 1. desember 1943
í hátíðasal skólans; aðalræðumenn voru Hermann Jónasson og Halldór Kiljan
Laxness rithöfundur. Halldór hafði reyndar undirritað fyrri áskorun lög-
skilnaðarmanna 1942 en ekki þá síðari 1943, sbr. Ástandið í sjálfstæðismálinu: 20.
Fyrst í stað var forysta Alþýðuflokksins fremur tvístígandi í deilunum um sam-
bandsslit en seinni hluta árs 1943 fór Alþýðublaðið að taka eindregna afstöðu
gegn hraðskilnaði og taldi m.a. að slíkt myndi varanlega skaða samband Íslands
við Norðurlöndin, ekki síst Danmörk sem blaðið taldi landinu mjög mikils verð,
sbr. t.d. Björn Þórðarson 1951: einkum 540–541, 551 o.áfr.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 50