Skírnir - 01.04.2010, Page 51
51hraðskilnaður eða lögskilnaður?
það skilyrði að ræðumaður, sem átti að tala af svölum Alþingis 1.
desember 1943 á 25 ára afmæli gildistöku sambandslaganna, „talaði
í þeim anda, sem hann [Gísli] gæti fallist á, þ.e. í anda þeirra sem
hraða vildu sambandsslitunum og að ræðumaður mætti ekki vera
úr hópi „undanhalds-manna“ svokallaðra“. Í sama anda reyndi Gísli
að fá ríkisstjóra til að afhenda sér væntanlega ræðu hans 1. desember
til yfirlestrar en ríkisstjóri neitaði.59
Allt aðra sögu var að segja af lögskilnaðarmönnum almennt og
Sveini Björnssyni sérstaklega. Í samræmi við kenningu þeirra um
gildi einstaklingsfrelsis og innra sjálfstæðis þjóðarinnar mæltu þeir
í ræðu og riti fyrir frelsi einstaklingsins til orða og athafna sem und-
irstöðu vestrænnar siðmenningar og virks lýðræðis. Þannig sagði
Sveinn m.a. í nýársávarpi ríkisstjóra 1943 það „lífsnauðsyn að gefa
oss tíma til að gera áætlanir um framtíðina […] Í því sambandi vil
jeg leiða athygli að ummælum mikilmennisins Roosevelts Banda-
ríkjaforseta, sem eru tveggja ára gömul. Þegar þá, í janúar 1941,
þjappaði hann í fá orð því sem hann taldi að vera takmark lýð -
ræðisþjóðanna að ófriðnum loknum. Hann orðaði það þannig að
tryggja bæri þjóðunum ferfalt frelsi: 1. Málfrelsi. 2. Trúarfrelsi. 3.
Frelsi án skorts. 4. Frelsi án ótta.“60 Reyndar hafði Sveinn Björns -
son þegar síðla árs 1942 markað sér opinberlega stöðu þjóðhöfð -
skírnir
59 Einkaskjöl Sveins Björnssonar: 153–154. Frásögnin er af fundi þeirra Gísla um
miðjan nóvember 1943. Gísli óskaði ekki eftir að flytja umrædda ræðu. Eftir að
Stúdentaráð Háskóla Íslands hafði einróma samþykkt að Sveinn Björnsson héldi
ræðuna fékk Sveinn það staðfest á fundi þeirra. Jafnframt „beiddi“ Gísli
Sveinsson Svein „beinlínis að minna formann Stúdentaráðs á þetta skilyrði sitt,
er eg [Sveinn] talaði við hann. Er G. Sv., að því er virtist á kurteisan hátt, talaði
að því að hann fengi ræðuna til yfirlits áður en hún væri haldin, sagði eg honum
að svo mundi ekki verða ef eg héldi ræðuna. Enda væri ræðuefnið að minni
skoðun aðallega að minnast sögulegs viðburðar. Aftur á móti hefði eg frá því eg
tók við ríkisstjórastarfinu jafnan sýnt forsætisráðherra handrit slíkra ræðna sem
eg hefði haldið og mundi ekki bregða þeirri venju.“ Sveinn Björnsson hélt síðan
ræðuna og talaði sem lögskilnaðarmaður — rétt eins og Björn Þórðarson gerði
á sama degi árið áður. Í bókinni Bannfærð sjónarmið skrifaði lögskilnaðar -
maðurinn Hannibal Valdimarsson (1983: 11) m.a.: „Sjaldan eða aldrei hygg ég,
að orðið hafi þrengra um skoðanafrelsi á Íslandi, en meðan skilnaðarmálið við
Dani var á dagsskrá.“ Ólafur Björnsson prófessor var sama sinnis, sbr. ummæli
hans (Auður Styrkársdóttir 1984: 13–15). Ólafur var lögskilnaðarmaður en síðar
(1956–1971) þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
60 Morgunblaðið, 3. janúar 1943.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 51