Skírnir - 01.04.2010, Page 52
ingja af því tagi sem slær skjaldborg um listrænt frelsi og sköp -
unar kraft listamanna gegn ofríki pólitískra afla.61
Ekki kemur á óvart að ekki skuli hafa tekist að jafna grundvallar -
ágreining hraðskilnaðarmanna og lögskilnaðarmanna i aðdrag anda
lýðveldisstofnunarinnar 17. júní 1944. Segja má að niðurstaðan hafi
orðið málamiðlun, þannig að þeir fyrrnefndu réðu ferðinni i sam-
bandsmálum en þeir síðarnefndu unnu átökin um stjórnarskrána.
Þannig var lýðveldið stofnað án þess að uppfyllt væru ákvæði sam-
bandslaganna um viðræður við Dani, en við gerð stjórnarskrár
sigruðu málsvarar margræðis og beins lýðræðis; Ísland sneri aftur á
braut lýðræðis þar sem ríkja skyldi í senn beint lýðræði og full-
trúalýðræði. Löggjafarvald væri í höndum þings og forseta. Þjóð -
kjörinn forseti hefði rétt til að skjóta samþykktum frumvörpum
Alþingis til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Engu að síður mátti ljóst vera að niðurstaðan var pattstaða
fremur en lífvænleg málamiðlun: Annaðhvort færu stjórnmála-
flokkar og þjóðþingið með æðsta valdið í samræmi við þingstjórn-
arkenningu um lýðræði — eða ekki. Annaðhvort yrði í landinu
alvalda Alþingi og flokksræði eða margræði, blandað kerfi beins
lýðræðis og fulltrúalýðræðis. Einkum og sér í lagi var mikið í húfi
varðandi hlut kvenna í þjóðlífi og stjórnmálum og þar með framtíð
raunverulegs lýðræðis, þar sem konur fá notið sín til jafns við karla.
Vísbendingar eru um að konur hafi stutt málstað lögskilnaðarmanna
í ríkari mæli en karlar og þarf það ef til vill ekki að koma á óvart.62
52 svanur kristjánsson skírnir
61 Sbr. ávarp ríkisstjóra við setningu fyrsta listamannaþings haustið 1942 (Sveinn
Björnsson 1942). Listamenn áttu um þær mundir í mikilli baráttu við Jónas Jóns-
son frá Hriflu, formann Framsóknarflokksins, sem þá var formaður menntamál-
aráðs. Guðjón Friðriksson (1993: einkum 205–207, 237–239) fjallar um þessa
atburði. Í ríkisstjóratíð sinni varð Sveini oftar í ávörpum tíðrætt um frelsi ein-
staklingsins, sbr. t.d. nýársræðu hans 1944: „Sú þjóð, sem setur nokkuð ofar
frelsinu, mun glata því“ (Alþýðublaðið, 4. janúar 1944).
62 Sbr. Svan Kristjánsson 2002: 30: „Í fyrstu skoðanakönnun hérlendis, sem gerð
var af Torfa Ásgeirssyni (1943) var spurt: „Á að slíta konungssambandinu við
Dani og stofna lýðveldi á þessu ári.“ Eingöngu var spurt í Reykjavík. 49,8 %
aðspurðra svöruðu neitandi, 44,5% játandi og 5,7% óvissir. Mikill munur var á
afstöðu kynjanna og voru konur miklu andvígari skilnaði en karlar (56% kvenna
en 44,1% karla). Deila má um aðferðafræði þessarar könnunar og orðalag spurn-
ingarinnar, en engu að síður er ljóst að mjög skiptar skoðanir voru um málið.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 52