Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 53
53hraðskilnaður eða lögskilnaður?
Í kvenfrelsiskenningum var frá upphafi undirstrikað að einstak-
lingsfrelsi kvenna jafnt sem karla væri algjör forsenda siðmenningar
og lýðræðis. Íslenskar konur höfðu fullreynt að þeim var ekki ætlað
neitt rými í feðraveldinu íslenska, sem byggði á flokkavaldi, þing-
stjórn, fyrirgreiðslu og stéttastjórnmálum. Þar hafði þeim verið
varpað á dyr eftir að hafa um hríð höggvið skörð í múra feðraveld-
isins.63 Þannig var engin kona á þingi á þessum árum og hafði ekki
verið síðan 1938. Í öllum bæjar- og sveitastjórnum landsins sátu ein-
ungis tvær konur, báðar í Reykjavík.64 Varla var þess þó að vænta
að konum væri fyrirfram tryggt eitthvert rými í margræðis þjóð -
félagi lögskilnaðarmanna. Leiðtogar þeirra höfðu ekki getið sér neitt
orð sem kvenfrelsissinnar.65 En konur voru a.m.k. rétt sýnilegar í
hreyfingu lögskilnaðarmanna en nær ósýnilegar í röðum hrað skiln -
aðarmanna.66 Umfram allt áttu lögskilnaðarmenn og kvennahreyf-
ingar sameiginlega einstaklingshyggju frjálslyndrar stefnu: þá megin-
hugsun að einstaklingsfrelsi og blómlegt lýðræði væri forsenda
þjóðfrelsis og ytra sjálfstæðis. Feðraveldið íslenska hafði hins vegar
af ótta við kvenfrelsi hafnað þessari hugmyndalegu arf leið íslenskra
valdakarla. Á árunum 1942–1944 sneru margir valdamenn sér síðan
sérstaklega að uppbyggingu ríkisvalds, flokkavalds og þingstjórnar
á forsendum heildarhyggju og einvíddrar baráttu fyrir ytra
sjálfstæði Íslands. Frjálslyndir Íslendingar — karlar og konur —
hlutu hins vegar að vona að í hinu nýja lýðveldi styrktist lýðræðið
í landinu, að margræði efldist á kostnað óhefts flokkavalds og feðra-
veldis.
skírnir
63 Sbr. Svan Kristjánsson 2009. Auður Styrkársdóttir (1998) sýndi fram á þróun ís-
lenskra stjórnmála frá kvenfrelsi til feðraveldis eftir aldamótin 1900.
64 Sbr. Auði Styrkársdóttur 1994: 117–118.
65 Fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík 1912 talaði Sveinn Björnsson, sem var
í framboði, gegn réttindum kvenna og á móti því að konur ættu erindi í bæjar-
stjórn, sbr. Auði Styrkársdóttur 1994: 64.
66 Hinn 22. september 1943 sendu lögskilnaðarmenn aðra áskorun til Alþingis um
„að ganga ekki frá formlegum sambandsslitum við Danmörku að óbreyttum
þeim aðstæðum, sem Íslendingar og Danir eiga nú við að búa“. Undir áskorunina
skrifuðu 270, þar af níu konur: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Jónína Jónatansdóttir,
Kristín Ólafsdóttir, María Hallgrímsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Sigríður Er-
lendsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, Soffía Ingvarsdóttir og Una Vagnsdóttir, sbr.
Ástandið í sjálfstæðismálinu: 21–30.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 53