Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 55
55hraðskilnaður eða lögskilnaður?
útvarpsráðs yfir á braut hreintrúarstefnu í stjórnmálum. Þar var
unnið samkvæmt ákalli Bjarna Benediktssonar um „að kæfa“ hljóm
„undanhaldsmanna“ … „áður en hann nær að æra landslýðinn eða
einhvern hluta hans“.68 Í þessum anda unnu hraðskilnaðarmenn
einnig gegn þeim kennurum við Háskóla Íslands sem töluðu máli
lögskilnaðarmanna. Þeim var neitað um að fá að tala um sambands-
slitin í útvarpið og á samkomu sem halda átti í húsnæði skólans. Í
ljós kom djúpstæður ágreiningur um hlutverk háskólakennara í
opin berri umræðu. Svo virtist sem hraðskilnaðarmenn teldu að Há-
skóli Íslands væri fyrst og síðast embættismannaskóli sem útskrifaði
lögfræðinga, presta og lækna. Háskólinn væri hluti af valdakerfinu
og það væri t.d. eðlilegt að kennarar í lögfræði væru ráðunautar rík-
isstjórna. Ýmsir kennarar háskólans voru jafnframt forystumenn í
stjórnmálaflokkum, fyrst og fremst þó í Sjálfstæðisflokknum. Einn
þeirra var Bjarni Benediktsson.69 Ekki voru gerðar neinar athuga-
semdir við stjórnmálaafskipti þeirra eða annarra háskólakennara
sem voru hrað skilnaðarmenn. Svo virtist hins vegar sem ýmsir
valdamenn teldu að gagnrýnir og óháðir háskólakennarar hefðu
ekki rétt til að hafa afskipti af opinberum deilumálum í andstöðu
við flokkavaldið.70 Ýmsir þeirra stóðu utan stjórnmálaflokka og
mjög fáir voru framarlega í stjórnmálaflokki.
skírnir
Jónsson — á tímum innrásar Rússa í Tékkóslóvakíu 1948 — „um það að Hendrik
var látinn hætta á fréttastofunni um skeið og falin önnur verkefni innan stofn-
unarinnar“ (242).
68 Bjarni Benediktsson 1943: 20, 24.
69 Svanur Kristjánsson 1977: 91–92; Svanur Kristjánsson 1979: 19, 54. Á meðan
Bjarni Benediktsson var enn prófessor við Háskóla Íslands mun Pétur Sigurðs -
son, háskólaritari, hafa „farið miklum viðurkenningaorðum um hann en jafn -
framt talið að háskólinn fengi ekki lengi notið yfirburða hæfileika hans, því að
hann teldi sig borinn til valda í þjóðfélaginu og myndi sækja fast að fá þau í
hendur“ (Sigurður E. Guðmundsson 2009: 22).
70 Allmargir háskólakennarar studdu opinberlega málstað lögskilnaðarmanna;
flestir voru ekki í þremur embættismannadeildum skólans. Eftirfarandi háskóla-
kennarar skrifuðu undir áskorun lögskilnaðarmanna frá 22. september 1943: Árni
Pálsson, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason,
Jakob Jóh. Smári, Ísleifur Árnason, Jón Jóhannesson, Ólafur Björnsson, Sigurður
Einarsson, Sigurður Nordal. Auk þeirra voru á listanum m.a. Guðbrandur Jóns-
son bókavörður í Landsbókasafni og Einar Ólafur Sveinsson háskólabóka -
vörður, sbr. Ástandið í sjálfstæðismálinu: 21–30.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 55