Skírnir - 01.04.2010, Page 56
Með því að skipa sér í sveit lögskilnaðarmanna og tala máli
þeirra voru háskólamennirnir augljóslega að reyna að skapa gagn -
rýnum menntamönnum sjálfstæða rödd í stjórnmálum og reyna að
meta málefni framar hagsmunum stjórnmálaflokka. Að mínu mati
misheppnaðist að skapa slíkt rými. Íslenskir valdamenn ýttu há-
skólamönnum til hliðar, rétt eins og þeir höfðu gert gagnvart
konum á fyrstu áratugum 20. aldar.71
Lokaorð
Frá sjónarhóli hraðskilnaðarmanna heppnaðist fyrirætlun þeirra um
sambandsslit og lýðveldisstofnun fullkomlega. Í þjóðaratkvæða -
greiðslunni birtist vilji nær einhuga þjóðar um uppsögn sambands-
lagasamningsins, fullt sjálfstæði og stofnun lýðveldis. Í deilunum
um kjör og vald forsetans höfðu hins vegar lýðræðisöflin betur.
Undir forystu ríkisstjórans, Sveins Björnssonar, hafði lýðræðis-
sinnum tekist að knýja fram þjóðkjör forseta og að áhrifamiklir
þingmenn lýstu yfir að samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar ætti
þjóðin að hafa úrslitavald í mikilvægustu málum; forseti Íslands
56 svanur kristjánsson skírnir
71 Svanur Kristjánsson 2008 og 2009. Tveir yngri háskólakennarar í hópi lög-
skilnaðarmanna, viðskiptafræðikennararnir Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björns-
son, sáu þann kost vænstan að verða þingmenn til að hafa áhrif, Gylfi fyrir
Alþýðuflokk en Ólafur fyrir Sjálfstæðisflokk. Einn lögskilnaðarmanna var Sig-
urbjörn Einarsson prestur og síðar biskup Íslands sem varð háskólakennari 1944;
honum var boðið fyrsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir þingkosn-
ingar 1946 en neitaði og vísaði á Gylfa Þ. Gíslason í öruggt sæti. Það gekk eftir,
Gylfi var í efsta sæti en Sigurbjörn skipaði 5. sæti listans þar sem engar líkur voru
á að ná kjöri til þings, sbr: Sigurð A. Magnússon 2008: 232. Um stjórnmála -
afskipti sr. Sigurbjarnar Einarssonar, sjá einnig Svan Kristjánsson 2007b. Sig -
urður E. Guðmundsson (2009) fjallar um stjórnmálaferil Gylfa Þ. Gíslasonar.
Sigurður Nordal tók ekki aftur eindregna afstöðu í hitamálum í stjórnmála-
umræðu samtímans. Í bók sinni Íslensk menning hélt Sigurður mjög á lofti
merkilegri arfleið Íslendinga, t.d.: „Tvennar andstæður víkingamenningar, —
drottnunarfýsn og skipulagshæfi gegn óbilgjörnum sjálfræðiskröfum, einstak-
lingshyggju og jafnaðarvilja, — mótuðu meistaraverk hins forna þjóðskipulags
og þjóðlífs, hið íslenzka höfðingja-lýðræði (aristo-demokrati)“ (Sigurður Nordal
1942: 120). Sigurður var sendiherra Íslands í Danmörku 1951–1957, eflaust í
viðleitni íslenskra stjórnvalda að græða þau sár sem Íslendingar höfðu veitt
Dönum með sambandsslitunum.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 56