Skírnir - 01.04.2010, Page 61
GUÐNI TH. JÓHANNESSON
Bylting á Bessastöðum
Embætti forseta Íslands í valdatíð
Ólafs Ragnars Grímssonar
Inngangur
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur haldið því fram
að íslenskt þjóðfélag hafi breyst það mikið síðustu ár að fyrri hug-
myndir um stöðu þjóðhöfðingjans eigi ekki lengur við.1 „Þessi
gamli siður, að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki
neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu sam -
félagi sem við búum við í dag,“ sagði Ólafur Ragnar til dæmis í mars
2004, undir lok annars kjörtímabils síns.2 Forseti hefur þó líka bent
á að embættið hafi breyst að frumkvæði hans sjálfs. Þannig sagði
hann í október 2007, þegar útrás íslenskra viðskiptamanna virtist
standa sem hæst, að hann hefði verið „að þróa forsetaembættið í
ákveðnar áttir vegna þess að ég tel að á 21. öldinni getum við ekki
lifað einangruðu lífi“.3 Loks hefur forseti lýst þeirri söguskoðun,
síðast við upphaf þessa árs, að við stofnun lýðveldis árið 1944 hafi
það vald „sem áður var hjá Alþingi og konungi [verið] fært þjóð -
inni“ og forsetanum falið að tryggja að vilji þjóðarinnar nái fram að
ganga ef á þurfi að halda.4
Í þessari grein verður fjallað um þessar hugmyndir og þær breyt-
ingar sem orðið hafa á embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar. Hugtakið „valdatíð“ er notað af ráðnum hug: Á
sumum sviðum hefur Ólafur Ragnar tekið sér völd sem fyrri forsetar
Skírn ir, 184. ár (vor 2010)
1 Greinin er að nokkru byggð á erindi sem höfundur flutti á vegum lagadeildar Há-
skólans í Reykjavík, 22. janúar 2008.
2 „Kastljósið“, Ríkissjónvarpið, 18. mars 2004.
3 „Ákvörðun Ólafs veltur á stuðningi þjóðarinnar“, www.visir.is, 8. október 2007.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 61