Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 70
flokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks sem var við völd árin
1956–1958 og kvaðst stefna að því að vísa Bandaríkjaher á brott úr
landinu.34 Þeirri afstöðu verður þó ekki jafnað við synjun Ólafs
Ragnars Grímssonar á Icesave-lögunum í ársbyrjun 2010.
Önnur álitaefni um utanríkismál og athafnir Ólafs Ragnars
Gríms sonar erlendis lúta að stuðningi hans við útrásina svokölluðu.
Sá atbeini einskorðaðist ekki við viðskiptalífið, forseti vildi ekki
síður styðja framgöngu Íslendinga í menningu, listum og vísind -
um.35 Það var góðra gjalda vert, en hitt var verra að lof hans um
ágæti landans varð gjarnan of hástemmt. Þess gætti einkum í áköf -
um stuðningi við auðjöfra, banka og fyrirtæki síðustu árin fyrir
hrun. Málflutninginn mátti draga saman í hóli forseta um Avion
Group árið 2005. „You ain’t seen nothing yet,“ sagði Ólafur Ragnar
við opnun höfuðstöðva þess í Bretlandi og endurtók þann spádóm
stuttu síðar í ræðunni „How to Succeed in Modern Business:
Lessons from the Icelandic Voyage“.36
Eftir efnahagshrunið árið 2008 sýndist hólið hjákátlegt og jafn-
framt vöknuðu spurningar um tengsl forsetans við hina föllnu „út-
rásarvíkinga“. Í einni ferðinni ytra (til Kína í október 2007) minntist
hann til dæmis á þann vanda að honum bærust mun fleiri óskir en
hann gæti sinnt um að „taka þátt í verkefnum, vera með í að opna
dyr, vera á ráðstefnum, halda ræður“.37 En hvernig átti þjóðhöfð -
70 guðni th. jóhannesson skírnir
34 „Nýársávarp forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar 1. janúar 1957“; „Nýársávarp
forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar 1. janúar 1958“, www.forseti.is → Fyrri for-
setar →Ásgeir Ásgeirsson →Nýársávörp; sjá einnig „Furðulegt nýársávarp Ás-
geirs Ásgeirssonar“, Þjóðviljinn, 3. janúar 1957.
35 Umfangsmikið yfirlit um atbeina forseta í þessum efnum er að finna hjá Guðjóni
Friðrikssyni (2009).
36 „Address by the President of Iceland Ólafur Ragnar Grímsson at the opening
of the European Headquarters of Avion Group“, 24. febrúar 2005; „How to
Succeed in Modern Business: Lessons from the Icelandic Voyage“, 3. maí 2005,
www.forseti.is → Ræður og kveðjur → Ræður 2005. Sjá einnig nýlega úttekt á
sjálfsmynd Íslendinga árin fyrir hrun hjá Kristínu Loftsdóttur (2010: 127–138).
37 „Ákvörðun Ólafs veltur á stuðningi þjóðarinnar“, www.visir.is, 8. október 2007.
Sjá einnig „Sókn íslenskra fyrirtækja í Kína“. Fréttatilkynning frá skrifstofu for-
seta Íslands, 7. október 2007, www.forseti.is → Fréttatilkynningar; sjá einnig
Brján Jónasson 2009. Þar að auki vöktu tengsl forseta við umdeilda auðjöfra og
aðra útlendinga stundum gagnrýni; sjá t.d. Árna Þórarinsson 2004: 16–17; sjá
einnig „Veisla fyrir Mörthu á Bessastöðum“, www.dv.is, 24. júlí 2008.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 70