Skírnir - 01.04.2010, Page 73
73bylting á bessastöðum
Hér komu nýir siðir að nokkru leyti með nýjum forseta sem
hefði vel getað haldið sig fjær sviðsljósinu hefði hann kosið það.
Þáttur Dorritar Moussaieff, sem Ólafur Ragnar gekk að eiga árið
2003, hafði líka sitt að segja. Hún var þekkt úr samkvæmislífi hinna
frægu og ríku á Vesturlöndum, „alveg frábær persónuleiki, uppá -
tækjasöm og skemmtileg“, eins og Bjarni Brynjólfsson, annar rit-
stjóra Séð og heyrt, lýsti henni.45 Innan stjórnkerfisins þótti sumum
þó nóg um „uppátækjasemi“ forsetafrúarinnar og takmarkaða virð -
ingu hennar fyrir réttum reglum og siðvenjum, að því er þeim
fannst. En fjölmiðlar sóttust vitaskuld eftir viðtölum við Dorrit og
uppskáru stundum krassandi frásagnir af skoðunum hennar.46
Slíkar uppákomur hefðu verið óhugsandi áður fyrr.
Að hinu er þó að gæta að íslenskt þjóðfélag tók örum breyt-
ingum undir lok síðustu aldar og umfjöllun um áberandi fólk í
þjóðlífinu færðist nær því sem gerðist og gekk í grannlöndum.
Þannig var Séð og heyrt í nær einu og öllu byggt á skandinavískum
fyrirmyndum þar sem mikið er fjallað um kóngafólk. Ritstjórar ís-
lensku útgáfunnar vildu greinilega fjalla um og jafnvel skapa ein -
hvers konar íslenskan aðal. Þá hlaut kastljósið að beinast að for -
seta fjölskyldunni og hefði blaðið litið dagsins ljós örfáum árum fyrr
hefðu ritstjórar þess örugglega fjallað um Vigdísi Finnbogadóttur
eftir bestu getu. „Séð-og-heyrt-væðing“ átti sér stað í samfélaginu
öllu, ekki hjá forsetaembættinu einu.
Þingrofsvald alfarið í höndum forseta?
Sumarið 2007 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við
völdum. Góðæri virtist ríkja í landinu og gengið var að því sem vísu
að stjórnin sæti út kjörtímabilið, ef ekki lengur. En allt er í
heiminum hverfult og í ársbyrjun 2009 lauk stjórnarsamstarfinu,
skírnir
45 Sjá Árna Þórarinsson 2004: 24.
46 Samtal höfundar við embættismann í stjórnkerfinu. Sú frásögn sem mesta athygli
vakti birtist í glanstímaritinu Condé Nast Portfolio í febrúar 2009 og
andstæðingum forseta leiddist ekki að birta langa hluta úr viðtalinu. Sjá t.d.
„Bylur forsetahjónanna í viðtali við bandarískt tímarit“, www.amx.is, 10. febrúar
2009.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 73