Skírnir - 01.04.2010, Page 74
vonum seinna eftir hremmingar undanfarinna mánaða. Klukkan
fjögur mánudaginn 26. janúar 2009 gekk Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra á fund forseta Íslands og baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt. Forseti samþykkti lausnarbeiðnina en bað forsæt-
isráðherra og ráðuneyti hans að sitja uns ný ríkisstjórn hefði verið
mynduð. Geir varð við því og allt var þetta óumdeilt og samkvæmt
venju.
Þegar forsætisráðherra hefur beðist lausnar er venja að kalla
stjórn hans starfsstjórn uns hún fer frá völdum. Ekkert segir þó um
það í stjórnarskrá eða lögum og að formi til er starfsstjórn eins og
hver önnur ríkisstjórn. Á hinn bóginn hefur sú venja skapast að til
þess er ekki ætlast að hún taki veigamiklar ákvarðanir heldur haldi
aðeins í horfinu til stjórnarskipta.47 Sú hefð olli því væntanlega að
tæpum tveimur klukkustundum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson
hafði samþykkt lausnarbeiðni Geirs H. Haarde kom fram ólíkur
skilningur forseta og nær allra sérfróðra manna á réttinum til þing -
rofs ef verða vildi. Á fréttamannafundi á Bessastöðum fullyrti
Ólafur Ragnar Grímsson að nú væri „ekki starfandi neinn forsæt-
isráðherra í landinu sem getur gert tillögu um þingrof og samkvæmt
stjórnskipun er það þess vegna alfarið í höndum forsetans“.48
Í stjórnarskrá gat vald forseta til þingrofs talist skýrt (24. grein
hennar hefst svo: „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal
þá stofnað til nýrra kosninga …“). Engu að síður höfnuðu sér -
fræðingar í stjórnskipunarrétti þessari túlkun Ólafs Ragnars Gríms-
sonar umsvifalaust og vísuðu til dæmis í 19. grein stjórnarskrár -
innar („Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða
stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með
honum“).49
Enda dró forseti í land daginn eftir, kvað þingrofsréttinn ekki í
sínum höndum einum, heldur hefði hann sjálfdæmi um viðbrögð
við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Það var allt annað mál, en þá
stóð eftir sú spurning hvernig forseta bæri að bregðast við ef svo
74 guðni th. jóhannesson skírnir
47 Ítarlegasta yfirlitið um starfsstjórnir er hjá Birni Bjarnasyni (1979).
48 „Forsetinn útvíkkar vald sitt“, www.mbl.is, 27. janúar 2009.
49 Sjá t.d. „Ráðherra þarf stuðning frá meirihluta þings fyrir þingrof“, www.visir.is,
26. janúar 2009; „Forseti lagði línurnar“, Fréttablaðið, 27. janúar 2009.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 74