Skírnir - 01.04.2010, Page 76
menn, fræðimenn og forsetar að forsætisráðherra hefði nær óskor -
aðan rétt til þingrofs og var þeim þingrofið 1931 kannski ofarlega í
huga (Tryggvi Þórhallsson rauf þá þing gegn vilja meirihluta þess
og konungur taldi sér ekki fært annað en að verða við vilja hans).55
Reyndar gátu hendur forsætisráðherra verið bundnar með skil-
yrðum sem leiðtogar stjórnarflokka gerðu með sér um það að rjúfa
ekki þing nema einhugur væri um það þeirra á meðal, og þegar hefur
verið minnst á sérstaka stöðu starfsstjórna. Hugsunin var samt
greinilega á þann veg að ríkisstjórnin hefði örlög þingsins í hendi
sér og hér má því einnig nefna að vorið 1968 sagði Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra viðreisnarstjórnarinnar, við forsprakka stjórn-
arandstöðuflokkanna að ákveðið hefði verið að slíta þingi fyrr en
þeir kusu. Þegar Eysteinn Jónsson maldaði í móinn fyrir hönd fram-
sóknarmanna mun Bjarni hafa svarað af hörku: „Þið verðið hér ekki
lengur en ríkisstjórnin vill. Hún ræður því hvenær Alþingi situr.“56
Bjarni Benediktsson gat auðvitað bent á að ríkisstjórnin studdist
við meirihluta á þingi og þótt Eysteini þætti þetta súrt í broti var
komið annað hljóð í strokkinn sex árum síðar. Framsóknarflokk-
urinn hafði þá stjórnarforystu og flokksformaðurinn Ólafur Jó-
hannesson var hvort tveggja í senn, forsætisráðherra og einn fremsti
sérfræðingur landsins í stjórnskipunarrétti. Snemma í maí 1974 vissi
Ólafur að stjórn hans, samstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, hafði misst meirihluta
sinn á þingi og væri meirihluti fyrir því að lýsa yfir vantrausti á hana.
En hann lét krók koma á móti bragði. Hann gekk á fund forseta,
æskti þingrofs frá þeim degi og fékk sitt fram, rétt eins og Tryggvi
Þórhallsson árið 1931. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fordæmdu
þær aðfarir enda voru þeir komnir með meirihluta á þingi og vildu
hafa sitt fram í krafti þess. Ólafur Jóhannesson varði gjörðir sínar
hins vegar með því að vísa í íslenska stjórnskipun eins og hann
kunni hana. „Forsætisráðherra hefur rétt til þess að fara til forseta
og segja: Ég óska eftir því að þing sé rofið, þá er forseti skyldugur
að verða við þeim tilmælum starfandi forsætisráðherra,“ sagði
76 guðni th. jóhannesson skírnir
55 Um afstöðu konungs þá, sjá t.d. Helga Skúla Kjartansson 2006: 67–68.
56 Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn Eysteins Jónssonar IV. Minnisblað 9. apríl
1968.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 76