Skírnir - 01.04.2010, Page 77
77bylting á bessastöðum
Ólafur til dæmis í snörpum orðaskiptum við Vilmund Gylfason
fréttamann (síðar alþingismann og ráðherra). „Þrátt fyrir vilja meiri-
hluta Alþingis?“ spurði Vilmundur og Ólafur svaraði: „Já, annars
fer forseti að blanda sér í pólitík.“ Undir þetta sjónarmið hafði
Kristján Eldjárn líka tekið.57
Árið 1991 var stjórnarskrá breytt þannig að þótt þing væri rofið
myndu þingmenn ætíð halda umboði sínu til kjördags og gætu þeir
því samþykkt vantraust á ríkisstjórn og myndað nýja ef því væri að
skipta. Eftir sem áður var sá skilningur ríkjandi „að það er forsætis -
ráðherra sem í reynd fer með hið svokallaða þingrofsvald,“ eins og
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs komst að orði í þingsölum árið 2005.58
Þessu er Ólafur Ragnar Grímsson ósammála, eins og yfirlýs -
ingar hans í janúar 2009 sýndu svo vel. Og vissulega átti hann sér
skoðanabræður sem héldu því fram að þingrofsvaldið væri ekki
„einskonar verkfæri eða vopn sem forsætisráðherra hverju sinni
geymir hjá sér í hanskahólfinu“ eins og einn þeirra, Mörður Árna-
son, komst að orði þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde riðaði til
falls.59 Engu að síður má fullyrða að túlkun Ólafs Ragnars Gríms-
sonar á þingrofsvaldinu er í veigamiklum atriðum andstæð fyrri
venjum og útskýringum flestra stjórnmálamanna og sérfræðinga.
Hér er hann enn boðberi nýrra tíma.
Einkasjónarmið við stjórnarmyndanir?
Áður fyrr fólust pólitísk völd forseta einkum í áhrifum þeirra þegar
mynda þurfti nýja ríkisstjórn í landinu. Langar stjórnarkreppur
voru frekar tíðar, stjórnmálaleiðtogar reyndu hver á fætur öðrum
að koma stjórn saman og forseti réð allmiklu um í hvaða röð þeir
spreyttu sig. Stundum sýndist svo líklegast að hann þyrfti að binda
enda á vandræðin með því að skipa eigin ríkisstjórn, utanþings -
skírnir
57 Sjá Guðna Th. Jóhannesson 2005: 86–107.
58 Vefútgáfa Alþingistíðinda, 131. löggjafarþing, 87. fundur, 10. mars 2005,
www.althingi.is/altext/raeda/131/rad20050310T141623.html. Sjá einnig Gunnar
Helga Kristinsson 2005: 29.
59 Mörður Árnason 2009. Sjá einnig Svan Kristjánsson 2001: 586.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 77