Skírnir - 01.04.2010, Page 78
stjórn. Þetta hlutverk við stjórnarmyndanir er hvergi skráð í stjórnar -
skrá og hver forseti hafði sinn háttinn á þegar atbeina hans var þörf.
Í grófum dráttum má þó segja að Sveinn Björnsson og Ásgeir Ás-
geirsson hafi að öllu jöfnu haft meiri áhuga á að véla um stjórnar-
myndanir en Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir þótt þau
hafi vissulega þurft að láta til sín taka þegar í nauðir rak.60
Á síðasta áratug síðustu aldar urðu nokkur umskipti. Stjórnar-
myndanir tóku afar skamman tíma og fyrir forsetakjörið 1996 benti
Ólafur Ragnar Grímsson einmitt á að tímarnir hefðu breyst og hann
kvað æskilegast „að forystumenn flokkanna á vettvangi Alþingis
annist sjálfir það verk að finna flöt til stjórnarmyndunar“.61 Fram-
sóknarmenn og sjálfstæðismenn, sem höfðu myndað ríkisstjórn
1995, unnu áfram saman eftir tvennar fyrstu kosningarnar í for-
setatíð Ólafs Ragnars, árin 1999 og 2003, svo Davíð Oddsson for-
sætisráðherra þurfti ekki að ganga á fund hans og biðjast lausnar.
Þegar líða tók að kjördegi vorið 2007 óttuðust sumir andstæð -
ingar Ólafs Ragnars Grímssonar hins vegar að yrði ríkisstjórnin að
hverfa frá völdum myndi hann sæta lagi og skipta sér af stjórn -
málum meir en góðu hófi gegndi. Þannig taldi höfundur Reykja-
víkurbréfs Morgunblaðsins brýnt að nýir forystumenn stjórnar -
flokk anna, Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, leituðu allra leiða til
að „hleypa forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, hvergi að í
stjórnarmyndun, sé þess nokkur kostur“.62
Þessi ótti reyndist ástæðulaus. Um leið og Geir H. Haarde for-
sætisráðherra baðst lausnar fyrir fráfarandi ríkisstjórn á Bessa -
stöðum fékk hann umboð forseta til stjórnarmyndunar. Sú ákvörð un
var sjálfsögð, Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið góðan sigur í kosn-
ingunum og fyrir lá vilji Samfylkingarinnar til samstarfs við hann.
Breytt staða forseta við myndun ríkisstjórnar vorið 2007 reyndist
því önnur en sumir höfðu hugað. Ólafur Ragnar Grímsson varð
ekki of fyrirferðarmikill, þvert á móti fór nær ekkert fyrir honum.
Hér verður að vísu að hafa í huga að í þetta sinn buðu aðstæður
ekki upp á mikil afskipti forseta af stjórnarmyndunarviðræðum og
78 guðni th. jóhannesson skírnir
60 Sjá Guðna Th. Jóhannesson 2006.
61 „Embættið ekki átakavettvangur“, Morgunblaðið, 28. júní 1996.
62 „Reykjavíkurbréf“, Morgunblaðið, 29. apríl 2007. Sjá einnig Ástu Möller 2007.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 78