Skírnir - 01.04.2010, Page 81
81bylting á bessastöðum
hins vegar um forvera þeirra, og afskiptum Ólafs Ragnars í janúar
2009 svipar til atbeina Ásgeirs Ásgeirssonar við myndun minni-
hlutastjórnar Alþýðuflokksins í árslok 1958. Afstaða Ásgeirs vó þá
þungt á metunum og réð jafnvel úrslitum um það að sú stjórn tók
við völdum.71 Íhlutun Ólafs Ragnars Grímssonar var því ekkert
einsdæmi.
Á sama hátt var sú gagnrýni ekki á rökum reist að forseti hefði
haft þá „venjuhelgu“ skyldu að stuðla að myndun meirihluta stjórn -
ar áður en hann veitti Samfylkingunni og Vinstri grænum umboð
til að ræða saman um myndun minnihlutastjórnar, degi eftir að Geir
H. Haarde baðst lausnar.72 Síðustu tvær stjórnir af því tagi höfðu
verið myndaðar án þess að reynt hefði verið til þrautar að koma
saman meirihlutastjórn. Sumarið 1978 hafði ríkisstjórn Framsókn-
arflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks tekið við völdum
undir forystu Ólafs Jóhannessonar. En samstarfið stóð stutt, haustið
1979 ákváðu alþýðuflokksmenn að ganga úr stjórninni. Kristján
Eldjárn taldi þá að ekki mætti líða langur tími uns ný stjórn tæki
við, minnugur þess að stjórnarmyndunarviðræður sumarið 1978
höfðu tekið rúma tvo mánuði. Forseti sagði því formönnum
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að kæmu þeir sér ekki undir eins
saman um einhvers konar samstarf, væntanlega minnihlutastjórn
annars hvors flokksins, myndi hann skipa utanþingsstjórn. Forystu-
menn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags kvörtuðu undan því
að Kristján hefði ekki gengið úr skugga um að útséð væri um
myndun meirihlutastjórnar en leiðtogar Alþýðuflokks og Sjálf -
stæðis flokks létu sér verklag forseta vel líka.73
Í árslok 1958, þegar minnihlutastjórn Alþýðuflokks var mynduð
með fulltingi Ásgeirs Ásgeirssonar og stuðningi Sjálfstæðisflokks,
hafði forystumönnum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags ekki
skírnir
71 Sjá t.d. Ásgeir Jóhannesson 2006.
72 Þessi gagnrýni heyrðist einkum í röðum sjálfstæðismanna. Sjá t.d. Björn Bjarna-
son 2009; sjá einnig „Vegferð vona“, Morgunblaðið, 31. desember 2009 (ritstjórn-
argrein) en þar sagði m.a.: „Forsetinn, með flokkssystkinum sínum í
stjórnarflokkunum tveimur, samþykkti skipun minnihlutastjórnar án þess að
leita fyrst að starfhæfri meirihlutastjórn, eins og honum bar þó venjuhelguð
skylda til.“
73 Guðni Th. Jóhannesson 2005: 172–186.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 81