Skírnir - 01.04.2010, Page 85
85bylting á bessastöðum
aðar dansinum sumarið 2004) að þar sem enginn forseti hefði beitt
ákvæði 26. greinar væri það „í reynd dauður bókstafur“.85
Þetta var mat sérfróðra manna á synjunarvaldinu þegar Vigdís
Finnbogadóttir var kjörin forseti árið 1980. Í embættistíð hennar
munaði hins vegar litlu í tvígang að hinn „dauði bókstafur“ vaknaði
til lífsins. Að morgni 24. október 1985, þegar réttur áratugur var frá
kvennafrídeginum mikla, fór Vigdís þess á leit við Halldór Ásgríms-
son, forsætisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar, að hún
þyrfti ekki að undirrita lög um bann við verkfalli flugfreyja á þeim
degi.86 Við því var ekki orðið en þá tók hún sér umhugsunarfrest.
Þegar það fréttist leiddu Matthías Bjarnason samgönguráðherra og
einhverjir aðrir ráðherrar hugann að því að líta mætti á bið hennar
sem synjun, enda urðu lögin að ganga í gildi þann daginn svo mark -
miðum þeirra yrði náð. Matthías lét því í veðri vaka að hann myndi
segja af sér en lögin tækju gildi og yrðu svo borin undir þjóðar-
atkvæði, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar.87
Vigdís Finnbogadóttir undirritaði lögin eftir hádegi. Hún ætlaði
sér aldrei að synja þeim staðfestingar heldur komast hjá því að
undir rita þau á þessum ákveðna degi.88 Tæpum átta árum síðar hug-
leiddi hún hins vegar að beita synjunarvaldi sínu. Í janúar 1993
samþykkti Alþingi lög um aðild Íslands að Evrópska efnahags -
svæðinu. Hörð átök höfðu orðið um málið og rúmlega 30.000
landsmenn skoruðu á Vigdísi að staðfesta ekki lögin. Hún var á
báðum áttum en fékk að heyra frá forystumönnum ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að hún yrði þá völd að stjórn-
skipulegri kreppu, ryfi þann frið sem ríkt hefði um forsetaembættið
og lenti í eldlínu stjórnmálanna. Vigdís Finnbogadóttir ákvað því
skírnir
85 Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason 1977: 138–139. Ólafur Ragnar
skrifaði kaflann um völd forseta.
86 Yfirlit um flugfreyjudeiluna svokölluðu má t.d. finna hjá Baldri Þórhallssyni
(2008).
87 „Ráðherrar íhuguðu afsögn“, Morgunblaðið, 25. október 1985; „Hrikti í stoðum
ríkisstjórnarinnar?“ DV, 25. október 1985.
88 „„Það kom aldrei annað til greina““, Morgunblaðið, 25. október 1985. Sjá einnig
Pál Valsson 2009: 352.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 85