Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 86
að staðfesta lögin og lýsti um leið yfir að frá lýðveldisstofnun hefði
stöðugt styrkst „sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið
yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir ís-
lenska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Íslendinga,
tákn sameiningar en ekki sundrungar“.89
Segja mátti að fyrst vinsæll forseti, sem hallaðist allt eins að því
að landsmenn fengju að kjósa sérstaklega um eitt mikilvægasta mál
í sögu lýðveldisins, ákvað að nýta ekki synjunarvald sitt væri sá
dómur endanlega staðfestur að það væri „dauður bókstafur“.
Ákvæðið væri eins og neitunarvald konungs eftir að þingræði komst
á, til staðar í stjórnarskrá en arfur liðins tíma. Árið 1994 leiddi Þór
Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor og hæstaréttardómari, þess
vegna rök að því að í raun hefði forseti Íslands ekki vald til að synja
lögum frá Alþingi staðfestingar. Stjórnarskrána yrði að lesa í sam-
hengi og þau ákvæði að forseti léti ráðherra framkvæma vald sitt og
væri ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum vægju þyngra en ákvæði 26.
greinar um synjunarvaldið.90
Niðurstaða Þórs var nýstárleg.91 Hún vakti þó litla athygli og í
forsetakjörinu 1996 töldu allir frambjóðendur að þjóðhöfðinginn
hefði þrátt fyrir allt synjunarvald. Einn þeirra, Pétur Kr. Hafstein,
kvað það þó algert neyðarúrræði sem mætti aðeins nota við mjög
sérstakar aðstæður enda væri þingræðisreglan grundvöllur íslensks
stjórnarfars. Ólafur Ragnar Grímsson taldi aftur á móti að þótt ekki
væri æskilegt að synjunarvaldinu væri beitt lægi „fullveldis réttur -
inn“ hjá þjóðinni: „Ef hugsanlega er að myndast gjá milli þjóðarvilja
og þingvilja, þá er það eðli þessa ákvæðis að forseti veiti þeim aðila,
sem hefur fullveldisréttinn, aðstöðu til þess að segja sitt álit.“92
Ólafur Ragnar lýsti því jafnframt yfir að hann hefði komist að ann-
arri niðurstöðu í átökunum um Evrópska efnahagssvæðið en Vigdís
Finnbogadóttir. Í orðum hans síðar hefur mátt greina þá skoðun að
86 guðni th. jóhannesson skírnir
89 Sjá „Reykjavíkurbréf“, Morgunblaðið, 17. janúar 1993; sjá einnig Pál Valsson
2009: 389–391.
90 Þór Vilhjálmsson 1994.
91 Þess skal þó getið að áður hafði verið komist að svipaðri niðurstöðu í lokaritgerð
í lögfræði við Háskóla Íslands, sjá Harald Johannessen 1983: 105.
92 „Málskotsréttur nýttur“, Morgunblaðið, 6. júní 1996.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 86