Skírnir - 01.04.2010, Page 92
arri til að standa að endurskoðun hennar og vissulega hafa veiga-
miklar breytingar orðið á lýðveldisstjórnarskránni í tímans rás,
einkum í sambandi við kjördæmaskiptingu og kosningar, starfshætti
Alþingis og mannréttindaákvæði.116
Ákvæði í 2. kafla stjórnarskrárinnar, um kjör, völd og verksvið
forseta, eru hins vegar nær óbreytt frá því sem ákveðið var til bráða -
birgða og brýnnar endurskoðunar fyrir nær 70 árum. Sú staðreynd
sýnir auðvitað að forystumenn stærstu og lífseigustu stjórnmála-
flokkanna — „fjórflokksins“ svokallaða — undu vel við skipan mála.
Forsetar létu ekki til sín taka nema við stjórnarmyndanir öðru hvoru
(og höfðu þeir sem þá settust í stjórn ekkert við það að athuga).
Stjórnmálaforingjarnir töldu einmitt helst koma til greina að skýra
betur hlutverk þjóðhöfðingjans við þær aðstæður,117 og þar að auki
vakti afstaða Vigdísar Finnbogadóttur til undirritunar laganna um
aðild að Evrópska efnahagssvæðinu um stundarsakir umræður um
nauðsyn þess að breyta synjunarvaldi forseta eða afnema það.118
Á hinn bóginn viðurkenndu stjórnmálamenn einatt að ákvæði
stjórnarskrárinnar um forseta Íslands væru um margt óskýr og mis-
vísandi. Sérfróðir menn voru sama sinnis og í þeim hópi var til
dæmis Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann gegndi embætti pró-
fessors í stjórnmálafræði. Þótt hann benti þá á að sátt væri að mestu
um stjórnarskrána og unnt væri að sveigja hana að kröfum nýrra
tíma tók hann fram að „formleg lýsing stjórnarskrárinnar á verk-
efnum forseta“ gæfi til kynna að embættið væri valdameira en
reynslan hefði sýnt því „ákvarðanir sem forseti gefur formlegt gildi
eru í raun teknar af öðrum“.119
Í valdatíð Ólafs Ragnars á Bessastöðum kom svo í ljós að þegar
þangað var kominn maður, sem vildi taka meiri þátt í straumum
sinnar tíðar en forverarnir, varð þessi ruglingur óheppilegur. Gott
dæmi er það ákvæði stjórnarskrárinnar sem kom til umræðu í árs-
92 guðni th. jóhannesson skírnir
116 Varðandi yfirlit um þessar breytingar, sjá t.d. Gunnar Helga Kristinsson 2005:
14–24.
117 Hugmyndir Gunnars Thoroddsens um endurskoðun stjórnarskrárinnar
miðuðu meðal annars að því. Sjá t.d. Gunnar G. Schram 1983.
118 Sjá einna helst „Reykjavíkurbréf“, Morgunblaðið, 17. janúar 1993; Þór Vil-
hjálmsson 1994.
119 Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason 1977: 138–148.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 92