Skírnir - 01.04.2010, Page 93
93bylting á bessastöðum
byrjun 2009, að forseti geti rofið þing. Samkvæmt formlegri orð -
anna hljóðan fer þar ekkert á milli mála en sagan og mat sér fræðinga
er annars eðlis. „Forseti fer samkvæmt texta stjórnarskrárinnar með
þingrofsvaldið sem þýðir að forsætisráðherra hefur það í sínum
höndum að ákveða þingrof ef svo ber undir,“ segir í skýrslu sér -
fræðinganefndar um endurskoðun stjórnarskrárinnar frá árinu
2005.120 Hin formlega framsetning þingrofsvaldsins í stjórnarskrá
sýnist grátbrosleg, jafnvel fáránleg, þegar hana þarf að útskýra á
þennan veg.
Þær þversagnir að sumar greinar stjórnarskrárinnar færa forseta
ákveðin völd en aðrar taka þau til baka (með yfirlýsingum um
ábyrgðarleysi hans og framsal valds til ráðherra) eru einfaldlega afar
slæmar. Eitt af því tiltölulega fáa sem síðasta stjórnarskrárnefnd var
sammála um í áfangaskýrslu sinni árið 2007 var einmitt sú lýsing á
2. kafla stjórnarskrárinnar að mörg ákvæði þar væru „orðuð þannig
að þau draga ekki upp rétta mynd af raunveruleikanum nema þau
séu lesin í samhengi hvert við annað og skýrð í ljósi ýmissa venju-
helgaðra reglna sem hafa í raun öðlast stjórnarskrárvarða stöðu“.
Nefndin staldraði því við það, eins og sagði í skýrslunni, „hvort
ekki sé ástæða til þess að minnsta kosti að skýra betur hlutverk for-
seta Íslands í stjórnskipuninni og valdsvið gagnvart ríkisstjórn.
Texti núgildandi stjórnarskrár veiti litla vísbendingu um þær venju-
helguðu reglur sem gildi á þessu sviði.“121
Eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008 kröfðust sífellt fleiri
róttækra breytinga á stjórnarskrá landsins. Meðal almennings og
ýmissa samtaka vöknuðu kröfur um „nýtt lýðveldi“ á „nýju Ís-
landi“,122 og sérfræðingar í stjórnskipunarrétti tóku í sama streng.123
skírnir
120 Gunnar Helgi Kristinsson 2005: 29.
121 „Áfangaskýrsla“. Nefnd um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands,
febrúar 2007: 12, www.stjornarskra.is → Fréttir → Stjórnarskrárnefnd skilar
tillögum og áfangaskýrslu, 19. febrúar 2007.
122 Ekki hefur verið gerð yfirgripsmikil rannsókn á þessum hugmyndum, enda
skammt um liðið. Á Netinu og í fjölmiðlum má hins vegar finna aragrúa
heimilda um þær og skal hér aðeins nefnd, nánast af handahófi, grein Jóns Kalm-
ans Stefánssonar (2008) sem birtist bæði í Fréttablaðinu og á vefsíðu bóka -
útgáfunnar Bjarts, www.bjartur.is → Fréttir.
123 Sjá t.d. Eirík Tómasson 2009.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 93