Skírnir - 01.04.2010, Page 94
Löggjafar- og framkvæmdarvaldið virtist líka ætla að bregðast við.
Í febrúar 2009 setti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fót
ráðgjafarhóp ríkisstjórnarinnar til að vinna tillögur um breytingar
á stjórnarskránni.124 Á sumarþingi það ár lagði Jóhanna svo fram
frumvarp til stjórnlagaþings og aftur óbreytt á nýju þingi í nóv -
ember sama ár. Kjósa skyldi sérstaklega til stjórnlagaþingsins og
yrði því ætlað að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, meðal
annars „hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins“. Niðurstöður þings-
ins yrðu aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi en augljóst þótti „að frum-
varp þess til laga um stjórnarskrárbreytingar [hlyti] að hafa veiga -
mikla pólitíska þýðingu“.125 Stjórnlagaþingið átti að hefjast árið
2010 en svo fór að því var frestað um ár hið minnsta.126 Tíminn mun
því leiða í ljós hvort þessa tilraun til endurskoðunar stjórnarskrár-
innar dagar uppi á Alþingi eins og svo oft áður.
Eftir hrun virtist forseti Íslands líka hlynntari breytingum á
stjórnarskrá en áður. Áður var minnst á að í „áhersluatriðum“ hans
við stjórnarmyndun í janúar 2009 var nefnd nauðsyn þess að endur -
bæta eða endurnýja stjórnarskrána. Síðar í mánuðinum átti hann
fundi með fulltrúum Radda fólksins og annarra grasrótarhreyfinga
sem kynntu hugmyndir sínar um nýja stjórnskipun á Íslandi.127 En
þegar öldur lægði eftir „búsáhaldabyltinguna“ og pólitísk átök í árs-
byrjun 2009, sljákkaði áhugi forseta á endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Hann studdi reyndar takmarkaðar breytingar, einkum aukið
sjálfstæði dómstóla og færi á þjóðaratkvæðagreiðslum með atfylgi
tiltekins fjölda þingmanna og kjósenda. Að öðru leyti hélt Ólafur
Ragnar Grímsson fast í þá skoðun að heildarendurskoðun stjórn-
94 guðni th. jóhannesson skírnir
124 „Ráðgjafarhópur ríkisstjórnarinnar til að vinna tillögur um breytingar á stjórn-
arskránni“, 8. febrúar 2009, www.forsaetisraduneyti.is → Fréttir.
125 Frumvarp til laga um stjórnlagaþing. Þskj. 168, 152. mál, 138. löggjafarþing
2009–2010, www.althingi.is/altext/138/s/0168.html.
126 „Ekkert stjórnlagaþing á þessu ári“, www.ruv.is, 23. janúar 2010; „Stjórnlaga -
þing kosið í október“, www.visir.is, 29. mars 2010.
127 „Úr dagskrá 2009“, www.forseti.is → Dagskrá forseta → Úr dagskrá 2009.
Hinn 29. janúar 2009 ræddi forseti við Viðar Hreinsson bókmenntafræðing og
Þór Saari hagfræðing, og 30. janúar 2009 við Hörð Torfason og Hilmar Haf-
steinsson frá Röddum fólksins.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 94