Skírnir - 01.04.2010, Page 100
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR
Menningararfur sem ásetningur
Fyrir þremur árum komst þorrablót Bolvíkinga í kvöldfréttir Ríkis -
sjónvarpsins; ung kona í plássinu hafði gagnrýnt blótið fyrir það að
aðeins pör í sambúð, giftir, ekkjur og ekklar fengju að mæta á skemmt -
unina. Einhleypum og fráskildum var meinaður aðgangur. Taldi
unga konan þessa reglu vera úrelta, enda mismunaði hún bæjar búum
eftir ástarlífi þeirra. Þorrablótsnefnd Bolvíkinga svaraði konunni
hinsvegar með vísun til fortíðar og sagði að svona hefði þetta alltaf
verið: Hefðin hefði alltaf verið sú að aðeins fólk í sambúð, giftir eða
ekkjur og ekklar mættu mæta, en aðrir ekki. Í ljósi hefðarinnar sæi
nefndin enga ástæðu til þess að endurskoða skilyrðið eða breyta
einu né neinu. Einnig var fjallað um þetta mál á Netinu, þar sem
fletta mátti í gegnum myndir frá fyrri þorrablótum. Þar mátti sjá
konur í þjóðbúningum skála í jarðaberjakampavíni og diet-coke,
fólk að tala í míkrófóna og borða kjúklingaleggi sem bornir voru
fram í trogum.
Unga konan, Guðrún Soffía Huldudóttir, vakti máls á reglum
þorrablótsins í grein sem hún skrifaði á vefsíðu vestfirska blaðsins
BB — Bæjarins besta. Greinin hét „Undarlegar hefðir á þorrablóti
í Bolungarvík“ og birtist 15. janúar 2007. Daginn eftir mátti sjá svar-
grein á sömu vefsíðu eftir Katrínu Gunnarsdóttur sem svaraði
Guðrúnu undir titlinum „Bolvískar fornkvinnur“. Þar kemur fram
að Katrín sjálf hafi ekki aðgang að blótinu sökum reglunnar sem
Guðrún gagnrýndi. Hún byrjar grein sína á að segja að ekki sé von
að svo ung kona sem Guðrún Soffía skilji reglurnar sem gilda um
þorrablótið, því fyrir þeim sé reglan forn hefð:
… mér finnst þær alveg hreint æðislegar, konurnar í Víkinni að halda í
svona fornar hefðir, þrátt fyrir að ég komist ekki á svona skemmtun,
hálfgert útlendingsgrey hér í bæ, alltaf á leiðinni að flytja, en er svo gráðug
að ég vil meiri pening fyrir kofaræfilinn en er í boði hér. …
Já mikið armæðugrey er ég, en ég get þó glaðst yfir því enn skuli búa
Skírn ir, 184. ár (vor 2010)
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 100