Skírnir - 01.04.2010, Page 109
109menningararfur sem ásetningur
um kapítalíska efnahagskerfisins af stað aftur, þurfti að leiða það
inn á nýjar og ónumdar lendur. Eftir 1970 hélt kapítalisminn því
„inn“ á við, í átt að „innri“ náttúru mannsins. Maðurinn sjálfur varð
að auðlind hans eða námu.19 „Auga kapítalismans beinist svo að
segja inn á við í stað þess að beinast út á við,“20 útskýrir Hjörleifur
og segir hinn nýja kapítalisma síðar hafa verið skilgreindan sem
síðkapítalisma. Sem dæmi um þær breytingar sem áttu sér stað þegar
síðkapítalisminn tók við nefnir Hjörleifur vöxt erfðavísinda og líf-
tækniiðnaðar á síðustu áratugum og þar á meðal þær vonir sem
bundnar voru við Íslenska erfðagreiningu/DeCode hérlendis.
Skrif Hjörleifs geta þó einnig útskýrt vinsældavöxt menningar-
arfs að nokkru. Innan mannvísinda má með nokkurri einföldun, en
einnig nokkru réttmæti, greina svör við spurningunni „hver við
erum“ í tvennt: Náttúruskýringar eða eðlishyggju annars vegar, en
sögulegar eða félagsvísindalegar skýringar hins vegar.21 Ýmist eru
maðurinn og ólíkir eiginleikar fólks skýrðir með vísun til meðfædds
eðlis eða með vísun til samfélags og sögu. Þannig má segja að upp-
gangur í erfðavísindum annars vegar og umfjöllun um menningararf
hins vegar nái hér um bil að fylla svið hugsanlegra svara við leitinni
að sjálfsmynd hópa. Hafi drifkraftur kapítalismans og leitin að vaxt-
arsviðum skýringargildi gagnvart lífvísindum, er ekki úr vegi að leita
að samskonar venslum andspænis menningararfi. Bæði rannsókn-
arsviðin leita „inn“ á við, í einskonar leit að svari við spurningunni:
Hver erum „við“? Má þá ekki segja ákveðna hópa vera „þessi og
þessi“ gen og „svona og svona“ birtingarmyndir ákveðinnar menn-
ingar?
Í dag liggur útþenslusvið auðmagnsins að miklu leyti í fram-
leiðslu vensla, það er samfélagsins sjálfs, þar sem hið hagræna, póli-
tíska og menningarlega rennur í auknum mæli saman í eitt.22 Út-
þenslu svið síðkapítalismans, eða kapítalisma okkar daga, er ekki
aðeins námur, höf og skógar, heldur einnig manneskjan sjálf: Þættir
skírnir
19 Hardt og Negri 2000: 280–304.
20 Hjörleifur Finnsson 2003: 175–176.
21 Hér er þá átt við félagsvísindalegar skýringar sem byggjast á mótunarhyggju
frekar en eðlishyggju.
22 Hardt og Negri 2004: xvi.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 109