Skírnir - 01.04.2010, Side 112
blótsins gegn breytingum með því að vísa í hefðina, þegar það er
ekki hefðin sem þær eru að standa vörð um?
Í bókinni Uses of Heritage segir Laurajane Smith frá verkefni
frumbyggjakvenna í Waanyi-samfélaginu í Ástralíu, sem þær köll -
uðu The Waanyi Women’s History Project. Tilgangur verkefnisins
var að safna saman vangaveltum kvennanna um menningararf og
hefðir hópsins sem þær tilheyrðu, sem og staðanna sem hann hefur
menningarlegt forræði yfir og staðsettir eru í Boodjamulla-þjóð -
garðinum í Queensland. Verkefnið fólst að mestu í því að fá fólk til
að hlusta á sögur kvennanna, og fræðimenn eins og Smith til að taka
þær upp á segulband. Smith segir að það hafi verið konunum sér-
staklega mikilvægt að fá að segja sögur sínar úti við, á tilteknum
stöðum, og alls ekki yfir kaffibolla heima fyrir eða í sér stökum
hljóðverum. Konurnar vildu vera sýnilegri í samfélaginu, kynna
sögurnar fyrir yngri konum og tengja þær við ákveðin ummerki í
landslaginu, sem sögurnar greindu gjarnan frá. Smith segir um-
ræddan menningararf þessara kvenna því ekki hafa falist í svæðinu
sjálfu eða sögunum einum, heldur því að fá að segja sögurnar fyrir
framan áhorfendur — í viðeigandi samhengi við stað og stund, og í
lifandi samfélagi fólks.29 Verkefnið var einnig mikilvægt pólitískt
skref fyrir konurnar og hópinn, því sögurnar styrktu gildi og mik-
ilvægi staðarins fyrir þeim, bæði af því að þær voru fluttar opinber-
lega og af því að þær voru staðsettar á ákveðnum stöðum inni á
svæðinu. Smith útskýrir þetta svo:
Þessar athafnir, eða þessi gjörningur, snerust ekki aðeins um að halda
menningararfi og þekkingu lifandi með því að útskýra merkingu þeirra og
gildi fyrir yngri konunum, heldur kölluðu þær einnig á sameiginlegan skiln-
ing á sjálfsmynd þeirra sem Waanyi-konur, bæði fyrir þær sjálfar og fyrir
áheyrendur [fræðimennina sem komu að verkefninu] í Queensland-
þjóðgarðinum …30
112 bryndís björgvinsdóttir skírnir
29 Smith 2006: 46.
30 „These acts, or performances, not only concerned keeping cultural heritage and
knowledge alive by passing on their meanings and values to younger women, but
also involved asserting a sense of their identity as Waanyi women both for them-
selves and the audience in the Queensland Parks …“ (Smith 2006: 47).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 112