Skírnir - 01.04.2010, Síða 115
115menningararfur sem ásetningur
vegar í góðu lagi, að minnsta kosti á meðan gangan fer fram einu
sinni á ári undir formerkjum gleði og gamansemi — og allir geta
fengið að ganga með. En má þá ekki einmitt segja að konurnar í
Bolungarvík nýti sér hið árlega þorrablótsform til að taka sér vald
hins ráðandi kyns í einn dag eða svo? Við hátíðlega athöfn sýna þær
fram á atgervi sitt. Þær taka völdin, vinna saman, gera sjálfar allt sem
gera þarf, bjóða brottflutta Bolvíkinga (séu þeir í sambúð eða giftir)
velkomna, „gera eins vel og þær geta,“ og „bjóða“ mökum sínum
svo að vera með í afrakstrinum.
[Verkefnið] leyfði konunum ekki aðeins að staðfesta tilfinningu sína fyrir
sögu sinni og menningarlegri sjálfsmynd, heldur gerði þeim einnig kleift
að umgangast hver aðra, hittast og endurnýja gömul kynni og segja fréttir
af vinum og ættingjum. Þessi samkoma var einnig skipulögð til að skapa
sam félagsvitund, sem stundum var sundruð með landfræðilegum aðskiln -
aði, á stað sem stendur fyrir ákveðin menningarleg gildi og meiningar, á
tímum sem voru pólitískt séð mikilvægir fyrir þær.37
Þannig ritar Laurajane Smith um verkefni Waanyi-kvennanna, og
sú lýsing á einnig vel við um þorrablót bolvísku fornkvinnanna
hinum megin á hnettinum. „Við erum góðar saman, góðar konur
þarna!“38 segir Dóra við mig um konurnar sem koma að blótinu.
„Ég vona að þetta haldist,“ segir Guðný um þorrablótið. „Um aldur
og ævi,“ skýtur Dóra inn í. „Bara sem allra lengst. Verði bara fastur
punktur í tilverunni,“39 sagði Guðný að lokum.
Menningararfur sem ásetningur
Framar í þessari grein minntist ég á að lítið hefði verið skrifað um
menningararf sem skýtur helst upp kollinum í því augnamiði að
skírnir
37 „It allowed women to not only affirm a sense of their historical and cultural
identities, but also to network, meet and renew old friendships and pass on news
about mutual friends and relatives. This socializing was also knitting together a
sense of community, sometimes frayed by geographical separation, in a place that
symbolized certain cultural values and meanings and at a time that was politically
important to them“ (Smith 2006: 47).
38 Eigin rannsókn.
39 Eigin rannsókn.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 115