Skírnir - 01.04.2010, Page 116
standa vörð um hagsmuni hópa og í baráttu um yfirráð og völd —
þann anga menningararfsins sem horfir til framtíðar og felur í sér
fyrirætlun, áform eða ásetning. Á tímum sem þessum, þegar sjávar -
byggðirnar berjast í bökkum og fjölmörg gömul hús í höfuð -
borginni eru vísvitandi látin liggja undir skemmdum, þurfa ein stakl -
ingar og hópar sífellt að vera að endurmeta stöðu sína, framtíðará-
form og sjálfsmynd. Þeir þurfa að ákveða hvort þeir ætla að bregðast
við yfirboði sem hentar þeim ekki með samþykki eða höfnun. En
hvernig ætla þeir að láta í sér heyra? Hvað ætla þeir að bera fyrir
sig til að verja hagsmuni sína? Hvorki frumbyggjum Ástralíu,
Hawaii-eyja, þorrablótskonum í Bolungarvík né Torfusamtökun -
um hefur tekist að standa vörð um sína hagsmuni með því að skír-
skota til pólitískra táknmynda nútímans — frelsis, jafnréttis eða
lýðræðis. Þá má spyrja hvort menningararfurinn hafi burði til að
vera öflugra tæki til samræðu við yfirvald — eða á milli valdaminni
og valdameiri hópa — en ofangreindar táknmyndir. Og ef eitthvað
er til í því: Má þá ekki ætla að vinsældir menningararfs eigi eftir að
verða enn meiri en við höfum þegar séð þegar fram í sækir?
Menningararfur verður til þegar hópur fólks ákveður að taka
upp sameiginleg merki og standa saman að tilteknum skilaboðum.
Þannig stuðla tilvísanir í menningararf að samræðu hópa um stöðu
þeirra í samfélaginu og valdatengsla þeirra á milli. Í slíkri samræðu
má gjarnan greina ákveðið andóf, sem getur verið allt frá þeim lág-
marksmótþróa að líta fram hjá ráðandi valdakerfi og til meðvitaðrar
neitunar og beinnar andspyrnu: Þegar þorrablótsnefnd Bolvíkinga
svarar gagnrýni fólks á reglur blótsins með því að vísa einfaldlega
til hefðar, þá er það dæmi um lágmarksmótþróa. „Það var enginn
úr þorrablótsnefndinni sem vildi svara [gagnrýninni],“ útskýrði
Dóra fyrir mér. „Þetta eru bara ákveðnar reglur sem á að fara eftir
… í stórum dráttum.“ Þegar Torfusamtökin hinsvegar lýsa yfir
stuðningi við ólöglega hústöku er það til dæmis um meðvitaða
neitun og beina andspyrnu við lög og reglur yfirvalda.
Gagnvart yfirvaldi, valdameiri stofnunum eða öðrum hópum er
mikilvægt að hópar eigi menningarlegt auðmagn sem þeir geta mælt
með einni sterkri rödd út á við. Mikilvægi þess að geta talað „í
gegnum“ menningararfinn endurspeglast meðal annars í notkun
116 bryndís björgvinsdóttir skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 116