Skírnir - 01.04.2010, Page 123
123leifar nýlendutímans …
birtingarmyndum þeirra og undirstrika mikilvægi þess að hvetja til
gagnrýninnar umræðu um fordóma. Ekki má missa sjónar á því að
sá hópur fólks sem kemur hingað til lands og kallaður einu nafni
innflytjendur er í raun safn ólíkra einstaklinga með margvísleg mark -
mið (sjá Unni Dís Skaptadóttur og Önnu Wojtynska 2007: 92).
Í þessari grein fjalla ég um tvö íslensk ljóð frá öndverðri 20. öld
og nýlega skopmynd Sigmunds með það fyrir augum að fjalla um
minni og gleymsku í tengslum við kynþáttahyggju á Íslandi. Ég
beini sjónum að innihaldi ljóðanna, en hvað varðar fyrrnefnda
skopmynd beini ég athyglinni frekar að umræðum um teikninguna
og hvað þær segja okkur um arfleið nýlendutímans en að teikning-
unni sjálfri.
Skáldin sem ég fjalla um, Davíð Stefánsson og Tómas Guð -
munds son, hafa í gegnum tíðina verið ein ástsælustu ljóðskáld Ís-
lendinga. Þeir hafa báðir átt stóran þátt í að túlka hvað það þýðir
að vera Íslendingur og þannig höfðað til fjölda fólks. Markmið mitt
er ekki að gagnrýna skáldin sjálf, enda eru þau ekki viðfangsefni
mitt, heldur nota ég ljóð þeirra til að endurspegla hversu eðlilegar
og sjálfsagðar ákveðnar kynþátta- og kynjaímyndir voru í íslensku
samfélagi á fyrri hluta 20. aldar. Hér er fjallað um ljóð Davíðs, „Hjá
Blámönnum“, frá árinu 1933, og „Ljóð um unga konu frá Súdan“
eftir Tómas sem birtist á prenti sjö árum síðar. Þau eiga það sam-
merkt að fjalla um tengsl evrópskra karlmanna og afrískra kvenna,
með nokkuð ólíkum hætti þó, enda eru eiginleg markmið ljóðanna
mjög ólík. Ljóðin eru skoðuð út frá samspili hugmynda um kyn og
kynþátt sem lesa má úr textunum og þau minni nýlendutímans sem
þau kalla fram um Afríku í samtímanum, en ljóðin voru ort á þeim
tíma þegar flest Afríkuríki voru nýlendur Evrópubúa. Á sama hátt
beinist gagnrýni mín á myndskrýtlu Sigmunds ekki að persónu
teiknarans sem hefur um árabil verið einn vinsælasti myndskrýtlu-
höfundur landsmanna. Skrýtlur hans hafa oft þótt spegla samfélagið,
og því beinist greining mín að því að skoða viðbrögð manna við
skrýtlunni og hana sjálfa sem hluta af ákveðnu félagslegu og sögu-
legu samhengi.
Ég byrja umfjöllunina á því að að skoða kynþáttahyggju á Ís -
landi í sögulegu samhengi og bendi þar á þá sterku tilhneigingu 19.
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 123