Skírnir - 01.04.2010, Page 127
127leifar nýlendutímans …skírnir
1915,3 má sjá nokkuð keimlíkar hugmyndir og í öðrum ritum hans,
þ.e. þá skoðun að 84% íslenskra landnema hafi verið af úrvals -
ættum (kynstórir, ágætir, göfugir) (Jón Jónsson Aðils 1946: 22;
Kristín Loftsdóttir 2010). Íslandssaga Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
sem ætluð var fyrir börn, fól í sér svipaðar hugmyndir en hún var
upphaflega gefin út á árunum 1915–1916 í tveimur bindum. Þar
segir Jónas: „… til Íslands fór mikið af kjarnmesta fólkinu, sem til
var í landinu. En um leið var það sá hluti sem hvað óbilgjarnastur
var og verst að stjórna“ (Jónas Jónsson 1966: 15). Áhrifamáttur
þessara tveggja bóka var mikill, enda voru þær notaðar til að
mennta nokkrar kynslóðir Íslendinga; bók Jónasar var notuð í 70–
80 ár og bók Jóns Aðils líklega í 50 ár (sjá Þorstein Helgason 2007).
Unnur B. Karlsdóttir sagnfræðingur hefur lagt áherslu á að hug-
myndir Íslendinga um sjálfa sig sem úrvalskyn norrænna og írskra
manna eigi margt sammerkt með hugmyndum mannkyn bóta sinna
annars staðar í heiminum. Hug myndir mannkynbótasinna voru
vinsælar meðal margra mikilsverðra Íslendinga frá upphafi 20. aldar
og fram yfir seinni heimsstyrjöld (Unnur B. Karlsdóttir 1998: 151).
Hugmyndir um aðskilda kynþætti voru ekki eingöngu sýnilegar
í orðum manna, heldur voru þær þáttur í mótun stefnu stjórnvalda
á 20. öld. Kröfur Íslendinga til Bandaríkjamanna eftir heimsstyrj-
öldina síðari, að hér mundu hörundsdökkir hermenn ekki sinna
herþjónustu, bera vott um slíkt. Valur Ingimundarson sagnfræð -
ingur hefur bent á að slíkar kröfur Íslendinga hafi verið mun strang-
ari en í öðrum löndum Evrópu þar sem Banda ríkja menn höfðu her
(Valur Ingimundarson 2004: 75). Valur bendir þó á að hörunds-
dökkir ferðamenn hafi ekki orðið fyrir neinu aðkasti á þessum tíma
og að þekktum bandarískum tónlistarmönnum af afrískum uppruna
eins og Louis Armstrong hafi verið fagnað ákaft (2004: 87). Hörð
viðbrögð sem upp hafa komið í samfélaginu nýlega vegna gruns um
beina fordóma vegna litarháttar (sjá t.d. Kristínu Loftsdóttur 2004)
endurspegla jafnframt almenna andúð á beinu misrétti.
3 Hún var endurútgefin árin 1923, 1946 og 1962. Jón Jónsson Aðils er oft talinn
einn helsti mótunarvaldur íslenskrar þjóðernishyggju í byrjun 20. aldar (Sigríður
Matthíasdóttir 1995: 36–64).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 127