Skírnir - 01.04.2010, Síða 129
129leifar nýlendutímans …
skipbroti hans við Afríkuströnd. Afríku-Kobbi segir sjálfur frá í
kvæðinu. Allir skipverjar hafa farist í skipbrotinu og Kobbi fer í
hetjulega ferð inn í landið þar sem var „logandi, helvíti heitt, / að það
hálfa var nóg — en mig sakaði ei neitt“ (Davíð Stefánsson 1977: 85).
Þegar hann kemur inn í skóg ræðst á hann apaher sem hann sigrast á
og síðan ljón sem hann hann fellir léttilega og „blés ekki úr nös“.
Ljóðið segir frá fleiri hetjudáðum sveipuðum svipuðu karlmennsku-
grobbi eins og eftirfarandi ljóðlínur endurspegla: „Margt kvikindi,
sem er krókudíll nefnt, / hef eg kaffært og drepið, — og þá var mér
skemmt“ (bls. 86). Eina nóttina sér hann bál í fjarska og heldur
þangað. „Þá glumdu við hlátrar og öskur og óp. / Ég stóð allsber og
vopnlaus í svertingjahóp. / Ég hopaði hvergi… en hnykkti þó við, /
að horfa á allt þetta skrælingjalið.“ Kobbi sér þarna „kol svartar mann-
ætur glotta við tönn, / og glyrnur, sem minntu á glóandi kol, / og
grjótharða vöðva með leikni og þol.“ Mannæturnar báru ekki klæði
en voru skreyttar með ýmsum skeljum og hringjum nældum í hör-
undið. Kobbi veit að þær langar í mannakjöt en hann hopar samt
hvergi heldur berst einn við þá alla, og drepur 65 þeirra. „[H]inir, sem
lifðu, þeir lutu að jörð. / Það laut mér í auðmýkt heil blámannahjörð“
(bls. 87). Hann dvelur hjá þeim eitt sumar og heldur svo heim á leið
með ensku skipi sem á leið hjá. Ljóðið víkur nokkrum sinnum að
samskiptum við hitt kynið sem ég fjalla nánar um á hér á eftir.
Ljóðið er auðvitað gamansamt og Davíð notar ýkjustíl, kannski
sem ákveðið mótsvar við hetju- og landkönnuðasögum sem höfðu
verið mjög vinsælar áratugina á undan. Einn gagnrýnenda segir ein-
mitt að ljóðið sé gamansöm ádeila (Gunnar M. Magnúss 1933: 371).
Hann tilgreinir þó ekki nákvæmlega að hverju ádeilan beinist, en
þess má geta sér til að hún tengist einhvers konar karlmennsku-
grobbi sem tengist landkönnun. Einnig mætti líta svo á að ímynd
hans af Afríku sé ýkt með það að markmiði að gæða hetjudáðir
Kobba enn frekari hetjuljóma. Engu að síður er ímyndin áhugaverð,
sérstaklega að hvaða leyti hún er í samræmi við viðhorf til Afríku á
þeim tíma er ljóðið var ort. Það að gamanljóð geti fjallað um dráp
65 manna segir kannski sína sögu.
Afríka birtist sem einsleit, ekki er til dæmis sérstaklega tiltekið
hvar hann rekur að landi á Afríkuströnd og virðist það því ekki
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 129