Skírnir - 01.04.2010, Síða 130
skipta máli. Álfan er hættuleg bæði hvað varðar landslag, dýr og
fólkið sem þar býr, og Kobba, Evrópumanninum sjálfum, er lýst
sem saklausum í einni ljóðlínunni þar sem talað er um fyrstu kynni
hans og þjóðflokksins, þ.e. áður en eiginlegur bardagi hefst. Þar
segir að hann hafi staðið „nakinn og saklaus“. Eins og ég hef bent á
annars staðar má sjá slíka tilvísun í nekt og sakleysi í öðrum ís-
lenskum textum um Afríku (Kristín Loftsdóttir 2005b: 40; 2009),
og má líta á slíkar tilvísanir sem þátt í því að undirstrika að vald Evr-
ópubúa er hluti af þeirra innsta eðli en ekki háð vopnum eða öðrum
ytri öflum. Þó er ólíklegt að Davíð hafi gert sér grein fyrir þessari
samsvörun ljóðsins við eldri texta.
Ljóðið felur jafnframt í sér tíða tilvísun til litarháttar manna í
álfunni sem „kolsvartra“, „biksvartra“, „blakkra“ auk þess að vera
nefndir „svertingjar“ og „blámenn“. Ljóðlínurnar fela einnig í sér
að þegar vísað er til svertingja og blámanna, til hópsins sem slíks,
eru það í raun karlmenn sem talað er um, þótt aldrei sé vísað beint
til þeirra sem karlmanna, en sýnir auðvitað að karlmenn voru hið
algilda viðmið á þessum tíma líkt og þeir eru í dag. Ljóðið vísar þó
einnig til samskipta Kobba við konur eða svertingjastelpur eins og
þær eru kallaðar í ljóðinu, en þær hvíslast auðvitað á þegar Kobbi
kemur fyrst fram á sjónarsviðið, þá trúlega í aðdáun og forvitni. Þegar
Davíð yrkir: „Suðræna nóttin er svalandi og hljóð, / en svertingja-
stelpan villt og góð / og gefur í auðmýkt brjóst sín blökk, / og blóðið
er heitt — af ást og þökk“, dregur hann upp þá ímynd að afrískar
konur séu villimannslegar en samt eftirlátar við evrópska karlmenn.
„Svertingjastelpan“ er góð vegna þess að hún er full af auðmýkt og
gefur sig þeim á vald. Í dómum um kvæðið í Iðunni og Eimreiðinni er
ekki að sjá að ritrýnendur hafi hnotið um þessar fordómafullu ímyndir
álfunnar Afríku og íbúa hennar, enda ríma þær við félagslegt samhengi
þessa tíma. Það er athyglisvert að við útgáfu ljóðsins 60 árum síðar er
ekki heldur hægt að sjá mikla gagnrýni eða umhugsun varðandi ýktar
staðalmyndir þess. Þar er einfaldlega talað um ljóðið sem „skemmti -
legt sögukvæði“ (Gunnar Stefánsson 1995: 30).
Tómas Guðmundsson fæddist árið 1901 í Grímsnesi í Árnessýslu.
Hann var 24 ára þegar fyrsta bók hans, Við sundin blá, kom út og
130 kristín loftsdóttir skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 130