Skírnir - 01.04.2010, Page 131
131leifar nýlendutímans …
skipaði sér þegar í stað í hóp okkar bestu ljóðskálda. Í formála að
endurútgáfu ljóðasafns Tómasar árið 1989 segir Kristján Karlsson
(1989: 47) að Tómas hafi breytt stílbrigðum ættjarðarljóðanna þótt
hann haldi sig jafnframt við vissar hefðir þeirra. Ljóð Tómas ar
Guðmundssonar um unga konu frá Súdan birtist í bókinni Stjörnur
vorsins árið 1940. Í þeirri bók eru mörg yrkisefni skáldsins „nærtæk
og minna á daglega viðburði“, jafnvel þau sem gerast í útlöndum,
eins og segir í formála að endurútgáfu bókarinnar árið 1961
(Kristján Karlsson 1989: 32). Efnistök Tómasar í „Ljóði um unga
konu frá Súdan“ eru að mörgu leyti nútímalegri og raunsærri en
ljóð Davíðs sem fjallað var um hér á undan, í þeim skilningi að
Afríka er að vissu leyti álitin hluti af samtímanum. Unga konan í
ljóðinu er menntastúlka í París sem sögumaður ljóðsins verður ást-
fanginn af eða á að minnsta kosti ástarnótt með.
Ólíkt ljóði Davíðs er konan manneskja frá ákveðnu landsvæði
sem gengur menntaveginn eins og margir Evrópumenn. Ljóðið lýsir
bakgrunni hennar og leggur áherslu á breytingar í álfunni sem
einnig er ólíkt ljóði Davíðs. Engu að síður má sjá svipaðar staðal-
myndir. Þegar talað er um afa stúlkunnar er honum lýst sem
höfðingja með hring í nefi, nakinn að mestu leyti, og villimannslegt
eðli hans er undirstrikað með tilvísun til þess að hann borði með
höndunum. Hann hefur einfaldar þarfir og vill helst éta kristni boða,
þótt honum finnist óvinir sínir einnig vera heppilegur kostur. Faðir
stúlkunnar er hins vegar „ungur veraldarmaður, sem sóaði þrælum
á báða bóga, en birgði sig upp af konum“ (Tómas Guðmundsson
1940: 199).
Það eru þó sérstaklega lýsingar á konunni sjálfri sem eru áhuga -
verðar og fela í sér samhljóm við staðalmyndir af afrískum konum
sem ástríðufullum og óhömdum. Í upphafi ljóðsins segir: „Það er
afríkanskt myrkur í æðum hennar, / sem órótt og niðandi rennur, /
og göldróttur eldur í augum hennar, / sem ýmist dvín eða brennur,
/ því gamall frumskógur sunnan úr Súdan / sefur í hennar barmi.“
Þessar ljóðlínur undirstrika tengsl hennar við „myrkur“ Afríku, hið
óvænta, hættulega og spennandi og fela í sér vísun til ákveðinnar
orðræðu um Afríku í tengslum við heimsvaldatímann. Þær draga
fram villt eðli frumskógarins sem óaðskiljanlegan en þó dulinn hluta
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 131