Skírnir - 01.04.2010, Page 132
af eðli konunnar þrátt fyrir evrópska menntun hennar. Þessi áhersla
á hið dulda afríska myrkur er einnig dregin fram síðar í ljóðinu með
orðunum „og framandi ennþá um farveg blóðsins / hið forna nátt-
myrkur streymir“. Aftur er lögð áhersla á villmannslegt innra eðli
hennar með orðunum: „og fátt er eftir af ömmu hennar / og afa,
fljótt á litið, / nema augun, sem tinnusvört tindra, / og tennur sem
gætu bitið.“ Í orðunum virðist felast að þótt þessi afríska kona
virðist við fyrstu sýn vera siðmenntuð, þá sé aldrei að vita hvað hún
taki til bragðs vegna uppruna síns.
Í nokkrum ljóðum Tómasar má sjá vísað í hvítan húðlit, þá alltaf
í tengslum við konur og kvenleika eða yndisþokka þeirra. Ljóðið
„Þér ungu konur“ hefst á orðunum „Þér ungu konur með hvítar og
grannar hendur, / sem horfið virðingarfyllst á lífsins eilífa grín!“
(Tómas Guðmundsson 1940: 30) og í ljóðinu „Ana dy mone“ segir
ástfanginn maður: „Þú hallaðir þér seinna í hvítri nekt í sandinum“
(Tómas Guðmundsson 1940: 32). „Ljóð um unga stúlku sem háttar“
fjallar um sextán ára stúlku og í því segir: „… ósjálfrátt strjúka hvítar
og grannar hendur / um hvíta, gegnsæja arma og dálítil brjóst“
(Tómas Guðmundsson 1940: 88). Í ljóðinu „Í nótt kom vorið“ er
talað um „mjallarhvítt brjóst“ stúlku sem dreymir (Tómas Guð -
mundsson 1933: 40). „Fagra veröld“ í samnefndri ljóðabók hefst á
orðunum „Svo mánablíð og björt sem mjöll, / ó, björt sem mjöll
skein ásýnd þín“, og síðar í sama ljóði er talað um ljósa arma (Tómas
Guðmundsson 1933: 95). Tilvísun í hvítan húðlit er áhugaverð því
eins og fræðimenn hafa bent á (t.d. Puwar 2004) stendur hvítur
húðlitur oft sem hið ómerkta viðmið sem hvorki þarf að vísa til né
minnast á. Þetta er líklega dæmi um ríkt myndmál Tómasar, en
áhugavert er engu að síður að vísun til hins hvíta er ávallt í samhengi
við ungar konur, friðsæld og yndisþokka. Forvitnilegt er að bera það
saman við hvernig Tómas notar dökka litarháttinn í ljóðinu um ungu
konuna frá Súdan.
Allt í gríni
Skopmynd Sigmunds Jóhannssonar í Morgunblaðinu, 16. maí 2008,
birtist mörgum áratugum á eftir ljóðunum sem hér var fjallað um
132 kristín loftsdóttir skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 132