Skírnir - 01.04.2010, Side 147
147handritaarfurinn á stríðstímum
bakkann. Hernámið fór friðsamlega fram og borgarbúar fögnuðu
því að það voru Bretar en ekki Þjóðverjar sem voru hér á ferð
þennan föstudagsmorgun. Öllum var þó ljóst að stríðið hafði teygt
anga sína til Íslands og að Reykjavík var mögulega orðin að skot-
marki Þjóðverja þar sem landið var nú orðið að breskri herstöð. Því
var talið óhjákvæmilegt að vernda íbúa, byggingar og verðmæti
Reykjavíkur fyrir mögulegum loftárásum Þjóðverja.
Eitt stærsta hús borgarinnar á þessum tíma var Safnahúsið við
Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhús) sem þá hýsti helstu söfn þjóð -
ar innar – Landsbókasafn, Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn og Nátt-
úrugripasafnið. Innan veggja þess voru varðveitt ómetanleg verð -
mæti, þar á meðal handritasafn Landsbókasafns sem þá taldi um
9.000 bindi. Margir báru hlýjan hug til hússins og þjóðararfsins sem
það hafði að geyma og töldu nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstaf-
anir til að hlífa safnkostinum við stríðsátökum. Strax á hernáms-
daginn 10. maí skrifuðu ellefu þjóðþekktir menn — meðlimir há -
skóla ráðs og nokkrir kunnir fræðimenn — nánast samhljóða bréf
til Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar, Matthíasar S.
Þórðar sonar þjóðminjavarðar og Barða Guðmundssonar þjóðskjala -
varðar þar sem þeir hvöttu til þess að söfnin yrðu flutt út úr
borginni vegna hættu á loftárásum Þjóðverja. Bréfið sem lands bóka-
vörður fékk var á þessa leið:
Vér undirritaðir leyfum oss hérmeð að skora fastlega á yður, herra lands-
bókavörður, að koma því tafarlaust til leiðar, að allt handritasafn Lands-
bókasafnsins sem og þau íslenzk fornprent, sem telja verður ófáanleg, verði
vegna yfirvofandi hættu á loftárásum á Reykjavík flutt úr borginni og
komið fyrir á sem óhultustum stað utan hennar. Vér viljum með öllu mæla
á móti því, að nefndir hlutir verði geymdir á neðstu hæð landsbókasafns-
hússins, þar sem ætla verður, að það sé með öllu ófullnægjandi trygging
fyrir því, að þeir farist ekki.7
Undir bréfið skrifa meðlimir Háskólaráðs, þeir Alexander Jóhann-
esson rektor, Sigurður Nordal forseti heimspekideildar, Ólafur Lár-
usson forseti lagadeildar, Magnús Jónsson forseti guðfræðideildar,
skírnir
7 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, skjalasafn I. skrifstofu: Landsbókasafn, bréf 11. maí 1940.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 147