Skírnir - 01.04.2010, Page 148
Jón Hj. Sigurðsson forseti læknadeildar, einnig Pjetur Sigurðsson
háskólaritari, fræðimennirnir Einar Ólafur Sveinsson, Guðbrandur
Jónsson, Guðni Jónsson, Björn Þórðarson og Einar Arnórsson
hæsta réttardómari.
Forráðamenn Safnahússins voru þá þegar byrjaðir að undirbúa
varðveislu handritanna ef til stríðsátaka kæmi. Sama dag og ellefu-
menningarnir rituðu bréfið — hernámsdaginn — lét landsbóka -
vörður flytja allt handritasafn Landsbókasafns í kjallara hússins eins
og hann lýsir í bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins daginn eftir:
Sökum þess að enginn veit nema Reykjavík kunni þá og þegar að verða
fyrir loftárás, taldi eg mér skylt að reyna að tryggja handritasafn Lands-
bókasafnsins svo vel sem unnt var í skjótri svipan og lét því undir eins í gær
flytja hin 9000 bindi handritasafnanna af efstu hæð niður í miðherbergi
kjallarans og setja sandpoka fyrir gluggana. Gerði eg þetta í samráði við
skrifstofustjórann á 1. skrifstofu og við lögreglustjórann, sem taldi nokkra
tryggingu í þessari ráðstöfun.8
Með þessum snöggu viðbrögðum landsbókavarðar var Safnahúsið
fyrsta byggingin í Reykjavík í styrjöldinni sem var varin með sand-
pokum.9 Fleiri opinberar byggingar voru einnig varðar á sama hátt
næstu daga, þar á meðal Arnarhváll, pósthúsið og lögreglustöðin í
Pósthússtræti. Laugardagskvöldið 11. maí skipaði forsætisráðherra
svo sérstaka loftvarnarnefnd undir forystu lögreglustjóra og daginn
eftir birtist ábending frá ríkisstjórninni til almennings í fjölmiðlum
þar sem fjallað var um rétt viðbrögð við loftárásum.10
Þingvellir — Hveragerði — Flúðir
Áskorun ellefumenninganna um brottflutning þjóðargersema úr
bænum barst þjóðminjaverði, landsbókaverði og þjóðskjalaverði
11. maí og funduðu þeir um málið síðdegis þann dag. Í kjölfarið
skrifaði landsbókavörður bréf til dómsmálaráðuneytisins og stakk
upp á því að í ljósi stríðshættunnar yrði handritasafnið flutt til Þing-
valla. Í bréfinu segir hann:
148 bragi þorgrímur ólafsson skírnir
8 Lbs - Hdr. Bréfabók Landsbókasafns Íslands, byrjuð janúar 1930, bréf nr. 409.
9 Þór Whitehead 1999: 107.
10 Tilkynningin birtist t.d. í Morgunblaðinu 12. maí 1940, bls. 3.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 148