Skírnir - 01.04.2010, Page 149
149handritaarfurinn á stríðstímum
Mig brestur þekkingu til að dæma um það, hvort þetta [flutningur á hand-
ritum í kjallara Safnahússins] kæmi að fullu haldi, ef húsið yrði fyrir
sprengju, og virðist mér að öruggasta verndin yrði sú, að flytja handrita-
safnið burt úr bænum, ef staður fyndist þar sem það gæti varðveist óhult
fyrir öllum árásum og skemmdum. Sömu skoðunar eru þeir, sem skrifað
hafa mér hjálagt bréf og hafa flestir þeirra nú í dag verið á fundi með mér
og þjóðminjaverði og þjóðskjalaverði til þess að ræða þetta mál frekar. Kom
okkur saman um, að líklegasti staður til þess að geyma handritasöfnin á
utan Reykjavíkur, væri bærinn á Þingvöllum, sem ekki er líklegt að lögð
yrði hönd á til hernaðarþarfa. Mundi þá handritasafnið allt verða sett í
kassa, sem hlaðnir væru upp í herbergi bæjarins. Hefi eg þegar lagt drög
fyrir að hægt yrði að fá slíka kassa eftir helgina, ef til kæmi. Leyfi eg mér
hérmeð virðingarfyllst að fara þess á leit, að hið háa ráðuneyti tæki sem
fyrst ákvörðun um það, hvað gera skal í þessu efni, og skal eg því reyna að
framkvæma þá ákvörðun svo fljótt sem unnt er.11
Í dómsmálaráðuneytinu var tekið vel í þessa hugmynd og var
stjórn ar mönnum safnanna falið að hafa samband við Þingvallanefnd
og kanna hvort hægt væri að taka þar á móti handritum, skjölum
og þjóðminjum.12 Ekkert varð þó af þeim áætlunum, líklega vegna
þess að húsnæðið á staðnum var ekki talið fullnægjandi. Þá voru
ekki allir fyllilega vissir um að Þingvellir væru öruggur staður þrátt
fyrir fjarlægðina frá Reykjavík, því setuliðið taldi möguleika á að
þýskir flugbátar gætu lent á Þingvallavatni og gert árásir þaðan. Um
tíma var þar staðsett kanadísk herdeild sem átti að koma í veg fyrir
það.13
Þegar hugmyndin um Þingvelli hafði verið slegin út af borðinu
var litið til Hveragerðis sem mögulegs varðveislustaðar. Guðjóni
Samúelssyni, sem þá var húsameistari ríkisins, var falið að skoða
mögulegt húsnæði fyrir söfnin þar í bæ. Eftir stutta skoðun taldi
hann að húsnæðið þar uppfyllti ekki öryggiskröfur og benti á annan
stað í bréfi til dómsmálaráðuneytisins. Guðjón skrifar:
Þegar þessi staður brást [Hveragerði], kom mjer annar staður til hugar, og
sem jeg tel mjög heppilegan, hann liggur langt frá þjóðbraut (en að bænum
skírnir
11 Lbs - Hdr. Bréfabók Landsbókasafns Íslands, byrjuð janúar 1930, bréf nr. 409.
12 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, skjalasafn I. skrifstofu: Landsbókasafn, db. 13 nr. 1, 16/5.
13 Þór Whitehead 2002: 49.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 149