Skírnir - 01.04.2010, Page 155
155handritaarfurinn á stríðstímum
vandræðum en taldi þó líklegt að stríðsátökum í Evrópu færi brátt
að ljúka og að hægt yrði að gera safnið aðgengilegt á ný.34 Þau
áform töfðust þó um eitt ár til viðbótar. Einn gesta safnsins sem
þurfti á handritakostinum að halda var Steingrímur J. Þorsteinsson,
síðar prófessor, sem var að vinna að doktorsritgerð sinni um skáld-
sögur Jóns Thoroddsen þegar stríðið skall á. Í formála ritgerðar-
innar, sem kom út 1943, tekur hann fram að handrit Lands bóka-
safns hafi verið óaðgengileg þegar hann var að leggja lokahönd á
verk sitt — þau séu í lokuðum kössum á Flúðum, stöfluðum hlið
við hlið og varla notkunarhæf. Þetta hafi komið í veg fyrir að hann
hafi getað borið saman prófarkir við frumrit, kannað ýmis handrit
og annað.35 Páll Eggert Ólason tók í sama streng í formála fimmta
bindis af Sögu Íslendinga sem kom út 1942: „Það var til allmikils
baga, er síðasta hönd var lögð á þetta verk, að öll handrit voru
komin úr söfnum hér til geymslu annarstaðar, meðan hætta stendur
af styrjöld þeirri, sem nú geisar.“36
Setuliðið takmarkaði einnig aðgang fólks að byggingum sem það
hafði tekið undir starfsemi sína. Í Þjóðleikhúsinu leyndist til dæmis
merkilegt ljóðahandrit Páls Ólafssonar skálds, en það hafði verið í
fórum Eufemiu Waage leikkonu sem geymdi það með gögnum Leik-
félags Reykjavíkur í húsinu. Eftir að herinn tók leikhúsið í sína þjón-
ustu var handritið talið glatað, en kom þó í leitirnar að stríði loknu
og var afhent handritadeild Landsbókasafns í september 1971.37
Hugmyndir um sprengjuheldar öryggisgeymslur
Ógnir stríðsins og þjóðarverðmætin voru ýmsum ofarlega í huga á
stríðsárunum þrátt fyrir að handritin væru komin í öruggt skjól að
Flúðum um sinn. Í febrúar 1941 flutti Vilmundur Jónsson, þing -
maður Alþýðuflokksins og landlæknir, þingsályktunartillögu þar
sem skorað var á ríkisstjórnina að standa að gerð sprengju heldrar
skírnir
34 Ritaukaskrá Landsbókasafnsins 1943, 1944: 3–4.
35 Steingrímur J. Þorsteinsson 1943: xiii.
36 Páll Eggert Ólason 1942: 8.
37 Þórarinn Hjartarson 2008: 337–344.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 155